mán 02. nóvember 2020 13:10
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi Max-deildarinnar 2020
Patrick Pedersen er í úrvalsliðinu.
Patrick Pedersen er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar.
Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Lasse Petry.
Lasse Petry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net opinberaði í Innkastinu í dag úrvalslið ársins í Pepsi Max-deild karla en það má sjá hér að neðan. Liðið var opinberað í Innkastinu. Þetta er tíunda árið í röð sem Fótbolti.net velur lið ársins í deildinni.

Sjá einnig:
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar



Hannes Þór Halldórsson - Valur
Landsliðsmarkvörðurinn steig upp og átti stóran þátt í að yfirburðir Valsmanna voru eins miklir og raun bar vitni.

Birkir Már Sævarsson - Valur
Birkir spilaði í landsliðsklassa enda vann hann sér aftur sæti í íslenska landsliðshópnum. Skyndilega fór hann að skora eins og hann væri sóknarmaður.

Guðmundur Kristjánsson - FH
Hrikalega traustur fyrir FH-inga sem enduðu í öðru sæti deildarinnar.

Rasmus Christiansen - Valur
Kemur með feykilega mikla ró og yfirvegun í varnarleikinn hjá Val. Eftir að hafa verið á láni hjá Fjölni í fyrra var sá danski fyrsti maður á blað á Hlíðarenda í ár.

Valgeir Lunddal Friðriksson - Valur
Þessi ungi leikmaður stimplaði sig af mikilli snilld inn í Valsliðið. Var ekki hugsaður sem byrjunarliðsmaður í upphafi tímabils en endar í liði ársins og atvinnumennskan gæti verið handan við hornið.

Alex Þór Hauksson - Stjarnan
Miðjumaðurinn ungi er fæddur leiðtogi enda tók hann við fyrirliðabandinu í Garðabænum. Býr yfir mikilli leikgreind og límir miðjuna saman.

Lasse Petry - Valur
Danski miðjumaðurinn átti afskaplega jafnt og gott tímabil og spilaði lykilhlutverk í mörgum leikjum.

Valdimar Þór Ingimundarson - Fylkir
Var framúrskarandi með Árbæjarliðinu enda fékk hann tækifæri í atvinnumennskunni og er nú hjá Strömsgodset.

Aron Bjarnason - Valur
Reyndist frábær kaup hjá Valsmönnum. Skapaði, skoraði og lagði upp. Sífellt hættulegur og einn besti maður mótsins.

Steven Lennon - FH
Endaði með sautján mörk og miðað við flugið á honum hefði hann örugglega endað með því að slá markametið ef síðustu umferðirnar hefðu verið spilaðar.

Patrick Pedersen - Valur
Þessi hágæða sóknarmaður var næstmarkahæstur í deildinni. Forréttindi fyrir Val að hafa svona leikmann í fremstu víglínu.

Varamannabekkur:
Haraldur Björnsson - Stjarnan
Ásgeir Eyþórsson - Fylkir
Daníel Laxdal - Stjarnan
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik
Stefán Teitur Þórðarson - ÍA
Atli Sigurjónsson - KR
Tryggvi Hrafn Haraldsson - ÍA

Sjá einnig:
Lið ársins 2019
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar 2020
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner