Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 02. nóvember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfestir samningaviðræður við Rogers
Mynd: Getty Images

Unai Emery, stjóri Aston Villa, hefur verið ánægður með Morgan Rogers á þessu tímabili en stjórinn staðfesti að það styttist í að samkomulag verði í höfn um nýjan samning.


Rogers gekk til liðs við Villa frá Middlesbrough í janúar en hann skoraði þrjú mörk í ellefu leikjum á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö á þessari leiktíð.

Þá hefur hann lagt upp eitt mark í Meistaradeildinni.

„Já við viljum framlengja samninginn hans, það er nú þegar á góðri leið. En ég vil fá meira frá honum, mér finnst hann geta gert meira. Það mikilvægasta er að við viljum framlengja við hann. Við viljum hafa hann hérna lengi," sagði Emery.


Athugasemdir
banner
banner