Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex vill að læknar stýri því hvort leikmenn haldi leik áfram eftir höfuðmeiðsl
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leik Arsenal í Evrópudeildinni á morgun. Rúnar verður að öllum líkindum í markinu á morgun þegar Arsenal tekur á móti Rapid Vín í 5. umferð Evrópudeildarinnar.

Sjá einnig:
Rúnar Alex var á fréttamannafundi Arsenal í dag

Rúnar var spurður út í höfuðmeiðsli og hvort ætti að skoða ferlið í kjölfar þeirra.

Finnst Rúnari að það þurfi að skoða reglurnar varðandi höfuðhögg leikmanna?

„Ég held að það væri ekki slæm hugmynd ef við gætum fundið réttu leiðina til að læknar fái lengri tíma til að taka ákvörðun. Ég fékk heilahristing sjálfur í fyrra. Við fylgdum öllum reglum og ég gat snúið til baka nokkrum vikum síðar. Það var einungis vegna þess að læknarnir fengu nægan tíma til að meta stöðuna. Við verðum að finna réttu leiðina til að læknar fái nægan tíma í leikjum. Við sjáum hvernig þetta er með VAR, það drepur taktinn í leikjum á meðan ákvörðun er tekin."

„Mögulega er best að taka leikmanninn út af, læknirinn getur þar metið stöðuna og í kjölfarið tekið ákvörðun eftir að hafa metið stöðuna betur. Ég er á því að það væri góð hugmynd ef leikmaðurinn hefði ekkert um málið að segja. Leikmenn geta verið þrjóskir og eftir að ég fékk heilahristing þá trúði ég ekki að ég hefði fengið slíkan. Það var mjög gott þegar ég vissi að læknarnir tóku rétta ákvörðun. Læknar fara í gegnum mörg ár þegar þeir læra sitt fag og við ættum að treysta þeim."


Eiga yfirvöld að drífa sig í að koma með nýtt regluverk varðandi höfuðmeiðsli?

„Það er létt fyrir mig að segja mína skoðun en lausnin er ekki auðveld. Auðvitað er mikilvægt að rétt sé farið að í kjölfar höfuðmeiðsla því leikmenn geta spilað þar til þeir eru 35 ára eða jafnvel 45 ára en höfuðmeiðsli lifa með þér að eilífu."

„Það er mjög mikilvægt að farið sé í þetta eins fljótt og auðið er en ég veit að þetta er ekki auðvelt mál að leysa. Þetta þyrfti að vera í algjörum forgangi en líklega best að taka ákvörðun í fljótfærni."

Athugasemdir
banner
banner
banner