Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   lau 03. desember 2022 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sunderland gekk frá Millwall í seinni hálfleik
Amad Diallo skoraði fyrsta mark Sunderland
Amad Diallo skoraði fyrsta mark Sunderland
Mynd: Heimasíða Sunderland
Sunderland 3 - 0 Millwall
1-0 Amad Diallo ('53 )
2-0 Alex Pritchard ('58 )
3-0 Ellis Simms ('90 )

Sunderland vann góðan 3-0 sigur á Millwall í ensku B-deildinni í dag en þetta var fyrsti leikur deildarinnar síðan um miðjan nóvember.

Zian Flemming, leikmaður Millwall, fékk gullið tækifæri til að koma Millwall yfir í fyrri hálfleiknum en klúðraði og var því markalaust í hálfleik.

Hálfleiksræða Tony Mowbray, stjóra Sunderland, virkaði greinilega vel því Amad Diallo kom liðinu yfir á 53. mínútu eftir sendingu frá Ellis Simms áður en Alex Pritchard þrumaði boltanum í netið fimm mínútum síðar eftir góðan undirbúning frá Lynden Gooch.

Millwall reyndi eins og það gat að komast aftur í leikinn en Simms gerði út um vonir þeirra með marki í uppbótartíma. Hann fékk langa sendingu inn fyrir og lyfti boltanum yfir markvörð Millwall og í netið.

Sunderland er í 10. sæti með 30 stig en Millwall með 31 stig í 7. sæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 29 17 7 5 62 33 +29 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 29 9 10 10 41 41 0 37
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Norwich 29 9 6 14 37 41 -4 33
19 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
20 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
21 Portsmouth 27 7 9 11 24 37 -13 30
22 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner
banner
banner