fös 04. mars 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Venni Páer spáir í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Venni Páer
Venni Páer
Mynd: Úr einkasafni
Venni heldur með Tottenham
Venni heldur með Tottenham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Conte og Kane?
Hvað gera Conte og Kane?
Mynd: EPA
Ronaldo með truflað mark sem skiptir engu máli
Ronaldo með truflað mark sem skiptir engu máli
Mynd: Getty Images
Abracadabramovich
Abracadabramovich
Mynd: EPA
Watford duttu í lukupottinn þegar Roy gamli samþykkti að taka fram skóna á ný
Watford duttu í lukupottinn þegar Roy gamli samþykkti að taka fram skóna á ný
Mynd: Watford
28. umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í hádeginu á morgun og lýkur svo á mánudagskvöld. Spámaður umferðarinnar er Vernharð Þorleifsson sem Venni Páer.

Venni Páer eru sjónvarpsþættir sem sýndir voru árið 2006. Þar fór Vernharð með aðalhlutverkið.

Grínistinn og leikarinn Villi Neto var spámaður síðustu umferðar og var með tvo leiki rétta.

Svona spáir Venni leikjum helgarinnar:

laugardagur 5. mars

12:30 Leicester 5 - 3 Leeds
Fyrsti leikur dagsins ætti samkvæmt öllum fyrirliggjandi gögnum að hefjast á réttum tíma. Það er í raun það eina sem hægt er að slá nokkurnvegin á föstu þegar þessi tvö lið mætast. 3-5, 5-3 eða 8-1 hljómar allt sem eðlileg úrslit í þessum leik.

15:00 Aston Villa 3 - 0 Southampton
Southampton eru í kjöraðstöðu til að sækja sigur á útivelli. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er ef Aston Villa mætir til leiks. Leikurinn fer 0-3 ef Villa menn mæta ekki en 3-0 ef þeir mæta. ATH: Seinni spáin er mun líklegri.

15:00 Wolves 2 - 1 Crystal Palace
Hörkuslagur þarna á ferð. Það eina sem skilur liðin að er tölfræðin og því geri ég sterklega ráð fyrir að fyrra liðið til að skora sjálfsmark fari með ósigur af hólmi.

15:00 Norwich 0 - 0 Brentford
Hér erum við að tala saman en því miður bara um Norwich og Brentford. Ég sé fyrir mér að Eriksen verði skipt inná á 81. mínútu, stilli gangráðinn í botn og skori sigurmarkið í uppbótartíma. VAR dæmir það svo af og leikurinn endar með markalausu jafntefli.

15:00 Burnley 2 - 1 Chelsea
Burnley eru allan daginn að fara að vinna þennann leik. Chelsea menn eru höfuðlaus her án töfra Abracadabramovich og Burnley sýna enga miskunn. 2-1 er staðreynd. Eða 1-0. Í versta falli 1-1.

15:00 Newcastle 2 - 0 Brighton
Ef Brighton menn ná að komast yfir bömmerinn yfir að þurfa að fara til Newcastle þá treysti ég þeim til að vinna þennann leik. Líklegra er það þó til of mikils ætlast af þeim og leikurinn fer 2-0 fyrir heimaliðinu þar sem Brighton menn missa tvo menn útaf með þunglyndi.

17:30 Liverpool 4 - 0 West Ham
Þetta er auðvelt. Liverpool vinna með amk 4 mörkum í bragðdaufum leik.

sunnudagur 6. mars

14:00 Watford 1 - 1 Arsenal
Watford duttu í lukupottinn þegar Roy gamli samþykkti að taka fram skóna á ný og hann mun vissulega stýra sínum mönnum til jafnteflis í þessum leik. 1-1 og Watford skora bæði mörkin.

16:30 Man City 4 - 1 Man Utd
Ef Pogba, Fred og Maguire eru heilir heilsu og leikmenn Man C fá væga matareitrun fyrir leik þá ætti Man U að geta sloppið með 3ja marka tap. Segjum 4-1 og Ronaldo skorar alveg truflað mark sem skiptir engu máli.

mánudagur 7. mars

20:00 Tottenham 6 - 0 Everton
Þessi nýja jójó strategía sem Conte er að vinna með ætti með réttu að skila öruggum sigri á bitlausu Everton liði. Við skulum veðja á að það verði raunin og mín hlutlausa spá er 6-0 fyrir heimaliðið.

Fyrri spámenn:
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Enski boltinn - 22 vítaspyrnur og Bielsa farinn
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner