Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 04. júní 2023 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter og Real Madrid berjast um Nacho
Mynd: EPA

Varnarjaxlinn leikreyndi Nacho Fernandez getur valið á milli þess að vera áfram hjá Real Madrid eða skipta yfir til Inter í ítalska boltanum í sumar.


Hinn 33 ára gamli Nacho rennur út á samningi hjá Real Madrid í sumar og verður þá frjáls ferða sinna.

Nacho hefur leikið fyrir Real Madrid allan ferilinn og er með 23 leiki að baki fyrir spænska landsliðið. Hann á í heildina 318 leiki fyrir Real Madrid.

Real er búið að bjóða varnarmanninum nýjan samning en hann ætlar að bíða þar til eftir úrslitaleik Meistaradeildarinar með að taka ákvörðun.

Nacho hefur verið í stóru hlutverki undir stjórn Carlo Ancelotti. Hann hefur spilað 85 leiki á síðustu tveimur tímabilum og er álitinn mikilvægur hlekkur í hópnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner