Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 04. júlí 2022 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi hæstánægður: Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta
Á hliðarlínunni í kvöld.
Á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Uppáhalds dagarnir mínir," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur sinna manna gegn ÍA í Bestu deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn en fréttaritari hafði byrjað á að nefna tvær dagsetningar í upphafi viðtals. 8. ágúst 2021 og 4. júlí 2022. Leiknir hafði ekki unnið mótsleik í tæplega ellefu mánuði fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Mér líður frábærlega, einhvern veginn létt spennufall. Nei [við lögðum þetta ekki upp sem úrslitaleik]. Við ræddum bara að það væri komið að þessu, að við þyrftum að stíga skref. Síðustu fjórir leikir á undan voru virkilega flottir fannst mér en bara tvö stig úr þeim og við ætluðum að hætta tala um að við værum spila vel og fara drullast til (afsakið orðbragðið) að vinna þessa leiki. Við gerðum það í dag."

„Já, ég var ánægður með spilamennskuna í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætis fótboltaleikur, svolítið jafn en við klaufar í stöðunum sem við vorum að fá eins og er búið að vera svolítið hjá okkur. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hræðilega, 10-15 mínútur þar sem ég skildi ekki hvað við vorum að gera og alls ekki það sem við lögðum upp með. Við gerðum breytingar, leikurinn svissast gjörsamlega og við tökum yfir þennan leik frá A-Ö. Það var frábært að sjá það."

„Ég er búinn að vera heppinn með það síðan ég kom hingað að menn eru alltaf helvíti gíraðir á bekknum þegar þeir koma inná. Skiptingar breyttu leiknum í dag og ég er virkilega ánægður."


Er þessi sigur upphafið að einhverju stærra? „Mér hefur fundist við betri í flestum þáttum leiksins heldur en í fyrra. Það vantar bara að sparka boltanum inn í markið. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina er allt sem segir mér að við séum betri í nánast öllum þáttum leiksins. Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta. Ég er ánægður með liðið mitt, virkilega. Ég fann að það væri einhvern veginn komið að þessu í dag," sagði Siggi.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir