Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mán 04. júlí 2022 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi hæstánægður: Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta
Á hliðarlínunni í kvöld.
Á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Uppáhalds dagarnir mínir," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur sinna manna gegn ÍA í Bestu deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn en fréttaritari hafði byrjað á að nefna tvær dagsetningar í upphafi viðtals. 8. ágúst 2021 og 4. júlí 2022. Leiknir hafði ekki unnið mótsleik í tæplega ellefu mánuði fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Mér líður frábærlega, einhvern veginn létt spennufall. Nei [við lögðum þetta ekki upp sem úrslitaleik]. Við ræddum bara að það væri komið að þessu, að við þyrftum að stíga skref. Síðustu fjórir leikir á undan voru virkilega flottir fannst mér en bara tvö stig úr þeim og við ætluðum að hætta tala um að við værum spila vel og fara drullast til (afsakið orðbragðið) að vinna þessa leiki. Við gerðum það í dag."

„Já, ég var ánægður með spilamennskuna í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætis fótboltaleikur, svolítið jafn en við klaufar í stöðunum sem við vorum að fá eins og er búið að vera svolítið hjá okkur. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hræðilega, 10-15 mínútur þar sem ég skildi ekki hvað við vorum að gera og alls ekki það sem við lögðum upp með. Við gerðum breytingar, leikurinn svissast gjörsamlega og við tökum yfir þennan leik frá A-Ö. Það var frábært að sjá það."

„Ég er búinn að vera heppinn með það síðan ég kom hingað að menn eru alltaf helvíti gíraðir á bekknum þegar þeir koma inná. Skiptingar breyttu leiknum í dag og ég er virkilega ánægður."


Er þessi sigur upphafið að einhverju stærra? „Mér hefur fundist við betri í flestum þáttum leiksins heldur en í fyrra. Það vantar bara að sparka boltanum inn í markið. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina er allt sem segir mér að við séum betri í nánast öllum þáttum leiksins. Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta. Ég er ánægður með liðið mitt, virkilega. Ég fann að það væri einhvern veginn komið að þessu í dag," sagði Siggi.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner