29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 04. júlí 2022 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi hæstánægður: Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta
Á hliðarlínunni í kvöld.
Á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Uppáhalds dagarnir mínir," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur sinna manna gegn ÍA í Bestu deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn en fréttaritari hafði byrjað á að nefna tvær dagsetningar í upphafi viðtals. 8. ágúst 2021 og 4. júlí 2022. Leiknir hafði ekki unnið mótsleik í tæplega ellefu mánuði fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Mér líður frábærlega, einhvern veginn létt spennufall. Nei [við lögðum þetta ekki upp sem úrslitaleik]. Við ræddum bara að það væri komið að þessu, að við þyrftum að stíga skref. Síðustu fjórir leikir á undan voru virkilega flottir fannst mér en bara tvö stig úr þeim og við ætluðum að hætta tala um að við værum spila vel og fara drullast til (afsakið orðbragðið) að vinna þessa leiki. Við gerðum það í dag."

„Já, ég var ánægður með spilamennskuna í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætis fótboltaleikur, svolítið jafn en við klaufar í stöðunum sem við vorum að fá eins og er búið að vera svolítið hjá okkur. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hræðilega, 10-15 mínútur þar sem ég skildi ekki hvað við vorum að gera og alls ekki það sem við lögðum upp með. Við gerðum breytingar, leikurinn svissast gjörsamlega og við tökum yfir þennan leik frá A-Ö. Það var frábært að sjá það."

„Ég er búinn að vera heppinn með það síðan ég kom hingað að menn eru alltaf helvíti gíraðir á bekknum þegar þeir koma inná. Skiptingar breyttu leiknum í dag og ég er virkilega ánægður."


Er þessi sigur upphafið að einhverju stærra? „Mér hefur fundist við betri í flestum þáttum leiksins heldur en í fyrra. Það vantar bara að sparka boltanum inn í markið. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina er allt sem segir mér að við séum betri í nánast öllum þáttum leiksins. Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta. Ég er ánægður með liðið mitt, virkilega. Ég fann að það væri einhvern veginn komið að þessu í dag," sagði Siggi.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner