Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fim 04. ágúst 2022 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Karl: Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við spila þennan leik mjög vel og gerðum það sem við ætluðum. Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik og mættum þeim." Sagði Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Um leið og við skorum þetta mark þá kom einhver tilfining, eitthvað power eða auka orka og mér fannst við nýta hana vel og sköpuðum okkur góðar stöður , fórum þarna í upphlaup 3v2 eða eitthvað svoleiðis en fórum kannski illa með það en heilt yfir þá bara gríðarlega góð frammistaða fannst mér."

Viktor Karl var ánægður með undirbúning liðsins fyrir leikinn.

„Heimavinnan var allavega góð. Það var búið að sýna okkur mikið af klippum og búnir að fara vel yfir þá þannig við vissum svo sem alveg hverju við vorum að mæta og svo þegar maður mætir í leikinn þá þarf maður bara að aðlagast og auðvitað eru þeir með hrikalega mikil gæði, þeir eru oft einni sekúndu fljótari að öllu en kannski en við erum vanir að spila á móti."

Nánar er rætt við Viktor Karl Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner