Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Angus Gunn velur Nottingham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nottingham Forest er að ganga frá félagaskiptum fyrir markvörðinn. Angus Gunn. Fabrizio Romano og Sky Sports greina frá.

Gunn er 29 ára gamall og kemur til Forest á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Norwich City í sumar.

Gunn hefur verið aðalmarkvörður hjá uppeldisfélagi sínu Norwich síðastliðin þrjú ár eftir að hafa gengið til liðs við félagið tvisvar sinnum á ferlinum. Hann yfirgaf Norwich á táningsárunum til að fara í akademíuna hjá Manchester City og hefur einnig leikið fyrir Stoke City og Southampton.

Gunn þótti gífurlega mikið efni og var aðalmarkvörður upp yngri landslið Englands en fékk aldrei tækifærið fyrir A-landsliðið. Hann er í dag aðalmarkvörður skoska landsliðsins.

Mörg félög sýndu Gunn áhuga í sumar en hann kaus að skipta til Forest. Hann mun berjast við hinn öfluga Matz Sels um sæti í byrjunarliðinu.

Líkur eru á því að Gunn fái að spila Evrópu- og bikarleiki á komandi leiktíð á meðan Sels sér um úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner