Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund færist nær Chukwuemeka
Mynd: EPA
Mynd: Borussia Dortmund
Fabrizio Romano greinir frá því að Borussia Dortmund sé sífellt að færast nær því að fá Carney Chukwuemeka aftur til sín úr röðum Chelsea.

Dortmund er í viðræðum við Chelsea og vill fá leikmanninn á lánssamningi með kaupmöguleika. Það kemur þó ekki til greina fyrir Chelsea sem vill eingöngu selja leikmanninn eða lána hann með kaupskyldu.

Chukwuemeka er áhugasamur um að skipta til Dortmund þar sem hann býst ekki við miklum spiltíma hjá Chelsea á komandi leiktíð.

Hann lék með Dortmund á láni á seinni hluta síðustu leiktíðar og kom við sögu í 17 leikjum í öllum keppnum.

Chukwuemeka er 21 árs gamall og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður, auk þess að geta spilað úti á kanti. Hann er fæddur í Austurríki en hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Englands auk þess að vera gjaldgengur til að spila með landsliði Nígeríu.

Hann var lykilmaður í U19 og U20 landsliðunum hjá Englandi en fékk aldrei að spreyta sig fyrir U21 liðið.

Miðjumaðurinn hefur í heildina spilað 32 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Chelsea, en þar áður var hann leikmaður Aston Villa. Chelsea borgaði um 20 milljónir punda til að kaupa hann í sínar raðir sumarið 2022.

Dortmund er einnig að skoða kantmennina Jadon Sancho, Facundo Buonanotte og Leandro Trossard sem eru allir samningsbundnir félagsliðum á Englandi.

   03.08.2025 10:00
Dortmund skoðar kantmenn

Athugasemdir
banner