Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 04. október 2020 19:33
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Auðvelt að flauta okkur útúr þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var svekktur að leikslokum eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni fyrr í dag.

Fjölnismenn heimsóttu Garðbæinga á Samsungvöllinn þar sem Stjarnan fór með 1-0 sigur af hólmi eftir að Hilmar Árni skoraði af vítapunktinum undir lok leiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Fjölnir

„Fullt af ungum strákum að fá tækifæri og þeir eru að standa sig vel, barátta, vinnuframlag og spilamennska að mörgu leyti mjög góð. Verð að hrósa strákunum eins og oft áður en okkur vantar enn gæði á síðasta þriðjung til að klára færin okkar og þessvegna þróast þetta svona en það virðist líka vera svolítið auðvelt að flauta okkur útúr þessu líka.''

Sigurjón Daði byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Fjölni, Vilhjálmur Yngvi byrjaði leikinn sömuleiðis og Lúkas Logi kom inná, eru Fjölnismenn farnir að huga að næsta tímabili?

„Já við getum alveg hugað að því að gefa ungum strákum tækifæri, við hinsvegar stillum bara upp sterku liði og þessir strákar eru þarna verðskuldað.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar rýnir Ási betur í frammistöðuna, rökstyður markmannsvalið í sumar og ræðir vel um stefnu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner