Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. desember 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Giroud ákveður framtíð sína í janúar
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, framherji Chelsea, hefur endurtekið að hann muni skoða framtíð sína í janúar.

Hinn 34 ára gamli Giroud hefur lítið spilað á tímabilinu en hann skoraði fernu gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni.

Giroud hefur fengið þau skilaboð frá Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakka, að hann verði að spila með félagsliði til að halda byrjunarliðssæti þar.

„Ég ræddi við Deschamps og hann sagði að ef staðan verður eins þá verð ég að taka ákvörðun í janúar. Ég er nokkuð viss um að ég geti fengið að spila meira og verið áfram hjá Chelsea því ég vil það," sagði Giroud.

„Ég vil vinna titla með Chelesa. Þú veist aldrei í fótbolta og allt gerist mjög hratt en í augnablikinu er ég mjög ánægður. Ég er ánægður og stoltur af því að vera leikmaður Chelsea."
Athugasemdir
banner
banner
banner