Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2020 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic fær Laxalt lánaðan frá Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Skotlandsmeistarar Celtic eru búnir að staðfesta komu úrúgvæska landsliðsmannsins Diego Laxalt.

Laxalt kemur á lánssamningi frá AC Milan sem gildir út tímabilið en hann býr yfir mikilli reynslu úr ítalska boltanum þar sem hann á yfir 150 leiki að baki með Genoa, Torino og Milan.

Hann er 27 ára vinstri bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum og á 24 leiki að baki fyrir Úrúgvæ.

Laxalt er ekki partur af áformum Stefano Pioli hjá Milan en hann kostaði félagið 15 milljónir evra þegar hann var keyptur frá Genoa. Samningur hans við Milan rennur út 2022.

Hjá Celtic mun hann berjast við Greg Taylor um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner