Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 05. október 2024 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Kvenaboltinn
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir´fyrirliði Breiðabliks var að vonum kampakát er hún mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir viðureign Breiðabliks og Vals fyrr í dag á N1-vellinum að Hlíðarenda. Úrslit leiksins 0-0 þýddu að Breiðablik var orðið Íslandsmeistari og því sannarlega ástæð til þess að gleðjast.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Mér finnst við eiga þetta svo mikið skilið. Við erum búnar að vinna svo hart að þessu frá því á fyrstu æfingu í nóvember. Ég svíf því um á bleiku skýi.“

Leikurinn í dag fer eflaust ekki í sögubækurnar fyrir fótboltann sem í honum var spilaður en fyrst og fremst var hart barist. Nokkuð sem ekki nokkur maður mun þó minnast er fram í sækir.

„Mér fannst við geta nýtt sóknirnar okkar aðeins betur og augnablik í síðari hálfleik. Kannski ekki leikur fyrir augað en það var komin smá háspenna í lokin sem var örugglega fínt fyrir áhorfendur. En við náðum að læsa teignum okkar mjög vel og fannst mér ekki mikil hætta þó þær hafi fjölgað frammi. En mér er bara slétt sama hvernig þessi leikur fór og er bara ánægð að þetta hafi endað svona. “

Einokun Vals sem unnið hefur Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár er rofin. Var eitthvað extra sætt að klára þetta á þeirra heimavelli?

„Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn að við myndum klára þetta hér. Það gerir það bara ennþá sætara. Það er mjög gaman að spila hérna, frábær stúka sem er nálægt vellinum.“

Sagði Ásta en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Þó skal tekið fram að fyrstu 20 sekúndur viðtalsins eru hljóðlausar vegna tengslaleysis við hljóðnema.
Athugasemdir
banner
banner