Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 05. október 2024 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Kvenaboltinn
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir´fyrirliði Breiðabliks var að vonum kampakát er hún mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir viðureign Breiðabliks og Vals fyrr í dag á N1-vellinum að Hlíðarenda. Úrslit leiksins 0-0 þýddu að Breiðablik var orðið Íslandsmeistari og því sannarlega ástæð til þess að gleðjast.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Mér finnst við eiga þetta svo mikið skilið. Við erum búnar að vinna svo hart að þessu frá því á fyrstu æfingu í nóvember. Ég svíf því um á bleiku skýi.“

Leikurinn í dag fer eflaust ekki í sögubækurnar fyrir fótboltann sem í honum var spilaður en fyrst og fremst var hart barist. Nokkuð sem ekki nokkur maður mun þó minnast er fram í sækir.

„Mér fannst við geta nýtt sóknirnar okkar aðeins betur og augnablik í síðari hálfleik. Kannski ekki leikur fyrir augað en það var komin smá háspenna í lokin sem var örugglega fínt fyrir áhorfendur. En við náðum að læsa teignum okkar mjög vel og fannst mér ekki mikil hætta þó þær hafi fjölgað frammi. En mér er bara slétt sama hvernig þessi leikur fór og er bara ánægð að þetta hafi endað svona. “

Einokun Vals sem unnið hefur Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár er rofin. Var eitthvað extra sætt að klára þetta á þeirra heimavelli?

„Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn að við myndum klára þetta hér. Það gerir það bara ennþá sætara. Það er mjög gaman að spila hérna, frábær stúka sem er nálægt vellinum.“

Sagði Ásta en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Þó skal tekið fram að fyrstu 20 sekúndur viðtalsins eru hljóðlausar vegna tengslaleysis við hljóðnema.
Athugasemdir
banner
banner