Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 05. desember 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe og Neymar komu PSG í fimm stiga forystu
Kylian Mbappe, leikmaður PSG.
Kylian Mbappe, leikmaður PSG.
Mynd: Getty Images
Paris St-Germain vann 2-0 sigur gegn Nantes í gærkvöldi og er nú með fimm stiga forystu í frönsku deildinni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Mbappe með hælspyrnu eftir fyrirgjöf Angel Di Maria

Neymar innsiglaði sigurinn af vítapunktinum en það var Mauro Icardi, lánsmaður frá Inter, sem krækti í vítið. Þetta var fimmta mark Neymar á tímabilinu og hans fyrsta síðan 5. október.

Neymar náði einnig að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik en eftir VAR var markið dæmt af.

Næsti leikur PSG, sem á leik til góða á Marseille sem er í öðru sæti, er gegn Montpellier á útivelli á laugardag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner