Rosalegur léttir að hafa náð að sýna fram á að geta skorað mörk í efstu deild
Leikdagurinn er þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.
Í þessum þætti fáum við að fylgjast með Viktori Jónssyni markahæsta leikmanni Bestu deildar karla og leikmanni ÍA undirbúa sig fyrir leik gegn KR sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Í þættinum talar Viktor um hversu mikil léttir það er að hafa loksins sýnt fram á að hann gæti skorað í efstu deild, hver markmið hans voru fyrir tímabilið og hvert hann stefnir.
Þá er einnig farið yfir stuttan tónlistarferil Viktors en hann var duglegur að gefa út tónlist fyrir nokkrum árum sem eflaust einhverjir vissu ekki af. Sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir