Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 09:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Heyrst að Valsmenn séu með fullt af nöfnum á blaði - „Eiður Smári er maðurinn sem á að þjálfa Val“
Eiður Smári þjálfaði FH síðast, þar áður var hann aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Eiður Smári þjálfaði FH síðast, þar áður var hann aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa á tvö ár eftir af samningi.
Túfa á tvö ár eftir af samningi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framtíð Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, virðist óljós. Valur er í 2. sæti deildarinnar og fór alla leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en tapaði gegn Vestra fyrr á tímabilinu. Túfa á tvö ár eftir af samningi, en framtíð hans virðist engu að síður óráðin.

Í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag var rætt um mögulega arftaka Túfa og sagði Tómas Þór Þórðarson hreinlega skrítið ef þeir myndu ekki ráða Eið Smára Guðjohnsen.


„Það kæmi verulega á óvart ef Túfa verður áfram þjálfari Vals og það sem maður er að heyra er að Valsmenn séu að líta í kringum sig og að þeir eru með fullt af nöfnum á blaði,“ sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum á laugardag.

Þá segir Elvar á meðal nafna sem er á blaði hjá Vali er Hallgrímur Jónasson þjálfari KA, en samningur hans rennur út eftir tímabil og hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning.

Skrítið ef þeir ráða ekki Eið Smára

Tómas Þór Þórðarson tekur þá til máls og segir Val þurfa stóran prófíl við stýrið. Elvar bendir þá á að Eiður var gestur í Dr. Football og það væri verið að ota þjálfarastöðu Vals að honum. 

„Það er maðurinn sem á að þjálfa Val. Ef að ég væri þeir þá væri ég að kanna stöðuna. Hann hætti ekki hjá FH út af úrslitum í fótboltaleikjum. Það var stór trúnaðarbrestur sem átti sér stað þar,“ segir Tómas og heldur áfram. 

„Það hafa allir undir hans stjórn varla verið betri en hjá æfingum hjá Eiði. Hann er víst líka geggjaður í klefanum, klefaræður eru upp á 15.5. Við skulum vera heiðarlegir með það að hann er fjórtán sinnum stærri en leikmenn Vals til samans, þannig að það er ekkert mál að laga klefann.“ 

„Ef að hann er í lagi þá er þetta maðurinn sem Valur á að keyra á. Hann er með djúpar tengingar þarna, væntanlega hungraður og sagði í Dr. Football að hann væri klár í slaginn. Ef að hann er klár þá ætla ég að fara það langt að segja að það væri skrítið ef þeir myndu ekki ráða hann. Miðað við það sem þeir þurfa væri annað kjánalegt.“


Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Athugasemdir
banner