Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. desember 2018 08:57
Magnús Már Einarsson
Klopp kvartar yfir tæklingum hjá Burnley
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét í sér heyra eftir 3-1 sigurinn á Burnley í gær en hann vildi sjá leikmenn sína fá meiri vernd frá Stuart Atwell dómara í leiknum.

Leikmenn Burnley voru grimmir í leiknum og Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik og var borinn af velli.

„Ég er viss um að ég eignast ekki marga vini ef ég segi þetta en það er ekki mitt starf," sagði Klopp eftir leik.

„Ég talaði við dómarann eftir fyrstu tæklingu. Þetta var tækling af sex eða sjö metra færi sem náði boltanum og allir kunna að meta það. Ég sagði við dómarann. 'þetta er ekki brot en vinsamlegast segðu við þá að þeir geti ekki gert þetta."

„Enginn getur dæmt á þetta, þú nærð boltanum en þetta er eins og keila því þú tekur leikmanninn líka. Þetta gerðist fjórum eða fimm sinnum. Allir elska þetta en Joe er meiddur og ekki lítillega."

„Við vitum ekki hversu alvarlegt þetta er í augnablikinu en við höfum sent hann heim og þurfum að sjá hvernig hann verður."

„Þeir vildu vera grimmir og grimmd er hluti af fótbolta. Þú reynir eitthvað og þá þarf einhver að segja 'passaðu þig.'

„Það var mikið af tæklingum og þær voru ekkert alltof margar. Þær voru flestar eðlilegar. Sex eða sjö metra tæklingar eru hins vegar búnar. Þeir tímar eru búnir."

„Við viljum allir vinna fótboltaleiki og það eru mismunandi leiðir til að gera það. Einhver þarf að segja þér að hætta að gera þetta, taka tvö skref til viðbótar og fara í venjulega tæklingu."

„Sá sem er með boltann er óheppinn því að hann getur lent í því sama og Joe Gomez. Ég held að dómarinn þurfi að passa upp á að þetta gerist ekki reglulega. Þetta á ekki að vera svona. Spilum fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner