Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Bayer Leverkusen eru komnar á toppinn í þýsku deildinni eftir að hafa lagt Wolfsburg að velli, 1-0, í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg á meðan Karólína byrjaði á bekknum hjá Leverkusen.
Danska landsliðskonan Cornelia Kramer skoraði fyrir Leverkusen í byrjun síðari hálfleiks, sem reyndist síðan eina mark leiksins.
Karólína kom inn af bekknum á 72. mínútu á meðan Sveindís fór af velli níu mínútum síðar.
Leverkusen hefur verið í fantaformi á tímabilinu en þetta var áttundi deildarsigur liðsins sem kom því á toppinn með 26 stig. Wolfsburg var að tapa öðrum leik sínum og er nú komið í 2. sæti.
That feeling when you go top of #DieLiga! ????#Bayer04Frauen | #B04WOB pic.twitter.com/bGEhAfza33
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) December 6, 2024
Athugasemdir