Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 07. apríl 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
Muller fer ekki fet - Búinn að framlengja við Bayern
Thomas Muller hefur skrifað undir nýjan samning við Bayern Munchen en samningurinn gildir þar til í júní 2023.

Hinn þrítugi Muller átti rúmlega ár eftir af fyrri samningi sínum við félagið.

Muller var óánægður með spiltíma sinn fyrir áramót og í janúar var hann orðaður við Manchester United.

Eftir langar samningaviðræður hefur Muller nú ákveðið að vera áfram hjá Bayern en hann hefur leikið með félaginu allan sinn feril.

Athugasemdir
banner