Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 07. apríl 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
Muller fer ekki fet - Búinn að framlengja við Bayern
Thomas Muller hefur skrifað undir nýjan samning við Bayern Munchen en samningurinn gildir þar til í júní 2023.

Hinn þrítugi Muller átti rúmlega ár eftir af fyrri samningi sínum við félagið.

Muller var óánægður með spiltíma sinn fyrir áramót og í janúar var hann orðaður við Manchester United.

Eftir langar samningaviðræður hefur Muller nú ákveðið að vera áfram hjá Bayern en hann hefur leikið með félaginu allan sinn feril.

Athugasemdir
banner
banner
banner