Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 07. apríl 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Nær Bilbao fram hefndum?
Það er einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í dag þar sem Real Sociedad mun taka á móti Athletic Bilbao.

Bæði þessi félög eru frá Baskalandi en þau áttust við í úrslitaleik spænska bikarsins um síðustu helgi. Það var úrslitaleikur síðasta tímabils sem hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Real Sociedad vann þann leik 1-0 þar sem Mikel Oyarzabal skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum.

Hvað gerist í kvöld? Leikurinn hefst klukkan 19:00 en fyrir leikinn er Sociedad í sjöunda sæti og Bilbao í tíunda sæti.

miðvikudagur 7. apríl
19:00 Real Sociedad - Athletic
Athugasemdir
banner
banner