Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotland: Rangers náði að kreista út jafntefli í toppslagnum eftir rosalegan lokakafla
Jöfnunarmarkinu í uppbótartíma vel fagnað.
Jöfnunarmarkinu í uppbótartíma vel fagnað.
Mynd: Getty Images
Rangers 3 - 3 Celtic
0-1 Daizen Maeda ('1)
0-2 Matthew O'Riley ('34, víti)
1-2 James Tavernier ('55)
2-2 Abdallah Sima ('86)
2-3 Adam Idah ('87)
3-3 Rabbi Matondo ('90+3)

Rangers og Celtic mættust á Ibrox leikvanginum í Glasgow í morgun. Tæplega 51 þúsund manns voru í stúkunni og fengu áhorfendur mikið fyrir peninginn.

Liðin eru í baráttu um meistaratitilinn og er Celtic nú með eins stigs forskot þegar ein umferð er eftir fyrir tvískiptingu. Rangers á hins vegar leik til góða á toppliðið.

Veislan í dag hófst strax á fyrstu mínútu þegar Daizen Maeda kom gestunum í Celtic yfir og Matthew O'Riley tvöfaldaði forystu Celtic yfir á 34. mínútu með marki úr vítaspyrnu. 0-2 var staðan í leikhléi.

James Tavernier minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu og á 57. mínútu jafnaði Rangers en markið var dæmt af vegna brots í aðdragandanum.

Jöfnunarmarkið kom hins vegar á 86. mínútu þegar varamaðurinn Abdallah Sima kom boltanum í netið. Adam var þó ekki lengi í paradís því Celtic fór upp hinu megin og Adam Idah kom gestunum aftur yfir.

Það var svo varamaðurinn Rabbi Matondo sem náði að tryggja Rangers jafntefli með jöfnunarmarki á þriðju mínútu uppbótartíma eftir undirbúning frá gamla Fantasy leikmanninum John Lundstram. 3-3 lokatölur í þrælskemmtilegum leik.
Athugasemdir
banner
banner