Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 07. ágúst 2022 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Sjö mörk og þetta var bara skemmtilegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var hæstánægður með sitt lið eftir að þeir sigruðu Breiðablik 5-2 í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  2 Breiðablik

„Bara algjör fótboltaveisla hér í Garðabænum. Ég er bara ánægður með liðið, að setja 5 mörk á Blikana var ótrúlega vel gert, orkumikill leikur og mjög opinn að ég held. 7 mörk og þetta var bara skemmtilegt, gaman að sjá strákana hlaupa og skilja allt eftir á vellinum ég er bara virkilega stoltur af þessu."

Stjarnan var í miklu jafntefla stuði fyrir þennan leik þar sem þeir höfðu gert 5 jafntefli á síðustu 7 leikjum en þessi sigur hlýtur að gera mikið fyrir liðið.

„Það gefur okkur boost og stuðningurinn var frábær í dag, það gefur strákunum boost og eins og ég sagði þessi stuðningur hjá okkar mönnum Silfurskeiðinni var mjög dýrmætur og vonandi heldur það bara áfram í framhaldinu. Að við náum að tengja saman sigra það er eitthvað sem við ætlum að gera eftir viku en jú mikið af jafnteflum sem við erum vonandi að snúa núna í sigra."

Stjarnan er í harðri baráttu eins og stendur um mögulegt evrópusæti sem 3.sætið gæti orðið.

„Það er nóg eftir af þessu móti og fyrsta markmiðið er alltaf að reyna vera í efri hlutanum þegar skiptingin kemur og þá sjáum við til í hvaða sæti við endum í lok. Það er langt eftir eins og ég segi það eru rúmlega 2 mánuðir eftir af þessu móti þannig þetta verður bara hörkubarátta alveg til enda."

Eggert Aron Guðmundsson skoraði 2 mörk í dag og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum hvernig fannst þér frammistaða hans í kvöld?

„Hann var frábær og bara frammistaðan hjá öllu liðinu. Gummi (Guðmundur Baldvin Nökkvason) var líka frábær inn á miðjunni og  eins og ég segi allt liðið. Við stilltum upp 4 strákum sem eru 18 og 19 ára í byrjunarliðið og við vissum það að við þyrftum að vera með ungt og sprækt lið til þess að „matcha" Blikana því að þeir eru í hörku standi og hlaupa mikið þannig að það var uppstillingin og hún virkaði í dag."

Anton Ari markvörður Breiðabliks lenti oft í veseni í leiknum vegna góðri pressu Stjörnumanna var það uppleggið?

„Við pressuðum Blikana bara allstaðar á vellinum ekki bara Anton heldur bara framarlega og svo þegar við þurftum að liggja niðri þegar og leyfa Blikunum að vera með boltan þá vörðumst við vel í hjartanu okkar og svo var smá fúlt að fá mark á sig í lokin hérna þar sem að Þórarinn Ingi var sparkaður niður og þeir bruna upp í sókn og skora. Ég hefði viljað hafa þetta 5-1 frekar en 5-2."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner