Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   sun 07. ágúst 2022 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Sjö mörk og þetta var bara skemmtilegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var hæstánægður með sitt lið eftir að þeir sigruðu Breiðablik 5-2 í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  2 Breiðablik

„Bara algjör fótboltaveisla hér í Garðabænum. Ég er bara ánægður með liðið, að setja 5 mörk á Blikana var ótrúlega vel gert, orkumikill leikur og mjög opinn að ég held. 7 mörk og þetta var bara skemmtilegt, gaman að sjá strákana hlaupa og skilja allt eftir á vellinum ég er bara virkilega stoltur af þessu."

Stjarnan var í miklu jafntefla stuði fyrir þennan leik þar sem þeir höfðu gert 5 jafntefli á síðustu 7 leikjum en þessi sigur hlýtur að gera mikið fyrir liðið.

„Það gefur okkur boost og stuðningurinn var frábær í dag, það gefur strákunum boost og eins og ég sagði þessi stuðningur hjá okkar mönnum Silfurskeiðinni var mjög dýrmætur og vonandi heldur það bara áfram í framhaldinu. Að við náum að tengja saman sigra það er eitthvað sem við ætlum að gera eftir viku en jú mikið af jafnteflum sem við erum vonandi að snúa núna í sigra."

Stjarnan er í harðri baráttu eins og stendur um mögulegt evrópusæti sem 3.sætið gæti orðið.

„Það er nóg eftir af þessu móti og fyrsta markmiðið er alltaf að reyna vera í efri hlutanum þegar skiptingin kemur og þá sjáum við til í hvaða sæti við endum í lok. Það er langt eftir eins og ég segi það eru rúmlega 2 mánuðir eftir af þessu móti þannig þetta verður bara hörkubarátta alveg til enda."

Eggert Aron Guðmundsson skoraði 2 mörk í dag og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum hvernig fannst þér frammistaða hans í kvöld?

„Hann var frábær og bara frammistaðan hjá öllu liðinu. Gummi (Guðmundur Baldvin Nökkvason) var líka frábær inn á miðjunni og  eins og ég segi allt liðið. Við stilltum upp 4 strákum sem eru 18 og 19 ára í byrjunarliðið og við vissum það að við þyrftum að vera með ungt og sprækt lið til þess að „matcha" Blikana því að þeir eru í hörku standi og hlaupa mikið þannig að það var uppstillingin og hún virkaði í dag."

Anton Ari markvörður Breiðabliks lenti oft í veseni í leiknum vegna góðri pressu Stjörnumanna var það uppleggið?

„Við pressuðum Blikana bara allstaðar á vellinum ekki bara Anton heldur bara framarlega og svo þegar við þurftum að liggja niðri þegar og leyfa Blikunum að vera með boltan þá vörðumst við vel í hjartanu okkar og svo var smá fúlt að fá mark á sig í lokin hérna þar sem að Þórarinn Ingi var sparkaður niður og þeir bruna upp í sókn og skora. Ég hefði viljað hafa þetta 5-1 frekar en 5-2."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner