„Ég var mjög ánægður með liðið í dag, það að hafa náð í eitt stig í dag er allt í lagi.“ sagði Silas Songani, leikmaður Vestra, eftir markalaust jafntefli á Ísafirði í dag gegn ÍA.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 0 ÍA
Silas var tekinn niður inni á teig ÍA og vildi víti. Í staðinn fékk hann spjald fyrir dýfu.
„Ég held að þetta gerist stundum í fótboltaleikjum. Þetta var víti frá því hvernig ég sá þetta en ákvörðun dómarans er í fínu lagi. Þú getur ekki kvartað í dómaranum með það. Ef þeir segja að það sé ekki víti þá er það bara í góðu lagi. En mér fannst þetta vera víti.“
En fannst honum gula spjaldið full harkalegt?
„Gula spjaldið fékk ég fyrir dýfu sem mér fannst mjög skrýtið. Hvernig getur þú dýft þér svona? Það getur enginn dýft sér svona og fengið sár á höndina.“
Vestri er í fallbaráttu og hafa verið að missa menn í meiðsli og annað. Hvernig horfir Silas á þetta?
„Fótboltinn er svona. Við þurfum bara að einbeita okkur á tímabilinu okkar. Þetta er erfitt fyrir alla en vonandi kemur þetta skref fyrir skref.“ sagði Silas að lokum
Viðtalið við Silas má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.