Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA með tilboð frá Ítalíu í Jón Breka
Jón Breki lék með KFA í 2. deild fyrri hluta sumars.
Jón Breki lék með KFA í 2. deild fyrri hluta sumars.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Ítalska félagið Empoli hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net mikinn áhuga á Jóni Breka Guðmundssyni og hefur ÍA fengið tilboð í leikmanninn.

Jón Breki er fæddur árið 2008 og er hluti af U17 landsliði Íslands. Hann á þar að baki fimm leiki og var í byrjunarliðinu gegn Spánverjum á dögunum í undankeppni EM þar sem Ísland gerði öflugt 2-2 jafntefli.

Hann er uppalinn fyrir austan en ÍA sótti hann frá KFA í sumarglugganum og varð hann bikarmeistari með 2. flokki félagsins í haust, skoraði gegn Breiðabliki í úrslitaleiknum.

Hann fór á reynslu til Empoli í síðasta mánuði og stóð sig það vel að ÍA fékk tilboð í hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner