Bryan Mbeumo leikmaður Brentford verður líklega fjarverandi næstu vikurnar ef marka má orð Thomas Frank stjóra liðsins.
Mbeumo kom Brentford í forystu í 2-1 tapi liðsins gegn Brighton í gær en hann hefur verið frábær síðan Ivan Toney var dæmdur í bann á sínum tíma.
Hann snéri sig á ökkla við að reyna verjast Pascal Gross undir lok fyrri hálfleiks.
„Þetta er slæmt, hann fer í myndatöku síðar en við vitum ekki hversu margar vikur hann verður frá. Hann mun klárlega ekki spila á laugardaginn og verður fjarverandi næstu vikurnar. Við munum vita meira á næstu dögum," sagði Frank.
Brentford heimsækir Sheffield United á laugardaginn í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir