
Bandaríski markvörðurinn Elaina LaMacchia hefur gengið til liðs við Fram en liðið mun spila í Lengjudeild kvenna næsta sumar.
Elaina er 22 ára og spilaði hún með UMW í Milwaukee í Bandaríkjunum þar sem hún þótti standa sig einkar vel.
„Við hlökkum mikið til að fá Elaina til liðs við félagið og teljum hana vera frábæran liðsstyrk fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar. Við bjóðum hana innilega velkomna í Úlfarsárdalinn," segir í tilkynningu Fram á Facebook.
Fram vann 2. deildina á síðustu leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna frá félaginu.
Athugasemdir