Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mið 08. febrúar 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nýliðinn í landsliðinu á leið í Harvard - „Það var alveg smá mál"
Einn virtasti háskóli í heimi að búa til mikið Íslendingalið
Kvenaboltinn
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olla í leik með Þrótti síðasta sumar.
Olla í leik með Þrótti síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var frábær tilfinning. Ég er mjög stolt, ánægð og þakklát líka að sjá nafnið mitt þarna," segir Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, í samtali við Fótbolta.net.

Olla, sem er 19 ára gömul er eini nýliðinn í A-landsliðhópnum sem var tilkynntur í síðustu viku. Hópurinn er á leið á Pinatar á Spáni þar sem hann mun taka þátt í æfingamóti.

„Ég get ekki sagt að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, en þetta kom kannski smá á óvart."

Hún segist hafa stefnt lengi á það að komast í A-landsliðið. „Já, það hefur alltaf verið markmiðið frá því ég var lítil og draumur. Upp á síðkastið hefur þetta verið markmiðið."

Raðað inn á Reykjavíkurmótinu
Olla var að glíma við meiðsli á síðasta tímabili en hún er að koma sterkari til baka eftir það. Hún er búin að gera tíu mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu sem er mögnuð tölfræði.

„Ég er með geggjaða liðsfélaga í kringum mig sem hjálpa mér mikið. Ég er líka með frábæran þjálfara sem hefur hjálpað með að komast aftur á gott ról eftir meiðslin. Við höfum gert þetta saman. Að hafa gaman að þessu er númer eitt, tvö og þrjú."

Þróttarar eru komnir í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á móti Val, sem er uppeldisfélag Ollu. „Það eru alltaf hörkuleikir á móti Val og mjög gaman að spila á móti þeim. Þetta er gamla liðið og maður vill alltaf standa sig á móti þeim."

Er á leið í Harvard
Olla er einn efnilegasti leikmaður landsins en hún er á leið í háskóla næsta sumar og það er enginn smá háskóli sem er um að ræða því hún er á leið Harvard í Bandaríkjunum, einn virtasta háskóla í heiminum.

„Ég er að fara í háskóla í Bandaríkjunum en ég veit ekki hvenær ég fer út í atvinnumennsku. Það er bara tímaspursmál," segir Olla en hún mun þá ekki alveg klára næsta tímabil með Þrótti.

Úr er að verða mikið Íslendingalið hjá Harvard því þar eru fyrir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir.

„Ég er að fara í Harvard. Ég er mjög spennt að fara og spila með Áslaugu og Hildi. Ég held að þetta verði fín reynsla að fá."

Þegar Olla var spurð að því hvort hún hafi ekki þurft að vera með ansi góðar einkunnir til að komast inn í Harvard þá segir hún: „Allt í lagi bara. Ég held að þetta sé aðallega fótboltinn. Það var alveg smá mál (að komast þarna inn) en ég fékk góða hjálp frá stelpunum úti og þjálfurunum þar. Nik (Chamberlain, þjálfari Þróttar) hjálpaði mér líka."

„Ég er mjög spennt fyrir þessu. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt; prófa að læra og spila fótbolta á háu stigi."

Olla stefnir á það að stimpla sig vel inn í landsliðshópinn í verkefninu sem framundan er en hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner