Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 08. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert annað í boði en að landa tvennunni
Icelandair
'Ég þarf bara að sjá til hvað kemur og hvað ég vil gera'
'Ég þarf bara að sjá til hvað kemur og hvað ég vil gera'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir var mætt aftur í landsliðshópinn í síðustu viku í fyrsta sinn í tæplega þrjú ár. Hún lenti í slæmum meiðslum snemma árs 2022 og fékk kallið aftur þegar það leit út fyrir að Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti ekki verið með í leikjunum gegn Póllandi og Þýskalandi en hlutirnir þróuðust svo þannig að Sædís gat spilað eftir allt saman.

Kristín Dís var því í hlutverki 24. manns á föstudaginn þegar Ísland tók á móti Póllandi, var ekki í 23ja manna leikmannahópi.

Kristín Dís er leikmaður Bröndby og ræddi um stöðu sína þar, gengi liðsins og framhaldið í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Bröndby er í toppsæti dönsku deildarinnar, með fjögurra stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. Liðið er þá komið í undanúrslit bikarsins og mætir þar AGF.

„Þetta lítur mjög vel út, við erum að spila ótrúlega vel og það gengur mjög vel. Við erum á toppnum þar sem við viljum vera, þetta er allt eins og þetta á að vera," sagði Kristín Dís.

„Við erum með mjög sterkan og góðan hóp, komnar í undanúrslit bikars og erum í fyrsta sæti. Markmiðið er 100% að ná tvennunni, við stefnum á hana, í raun ekkert annað í boði. Þetta er búin að vera smá krísa síðustu ár, erum ekki búnar að ná titlinum. Það er stefnan í ár."

Ekki búin að ákveða neitt með framhaldið
Hún sagði í viðtali í desember að hún ætlaði að skoða hvað verður í boði eftir tímabilið. Er orðið ljóst að þú ferð frá Bröndby í sumar?

„Nei, ég þarf bara að sjá til hvað kemur og hvað ég vil gera. Ég er ekki búin að ákveða neitt."

Geggjað að fá Hafrúnu
Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur leikið með Bröndby eftir áramót.

„Það er bara geggjað, við þekkjumst vel. Það er frábært fyrir mig að fá hana og frábært fyrir liðið. Þetta er mjög gaman."
„Mikill sigur eftir alla vinnuna sem ég er búin að leggja á mig"
Athugasemdir
banner
banner