Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fös 05. apríl 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Fékk gleðifréttir rétt fyrir leik eftir mjög skrítna viku - „Virkilega þakklát fyrir traustið"
Icelandair
watermark 'Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli'
'Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
watermark Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun
Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er virkilega sárt, 3-0 virkilega sterkt hérna á heimavelli. Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum og við gerðum það svo sannarlega," sagði vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Póllandi á Kópavogsvelli í dag.

Undankeppni EM hófst í dag og glæsilegur sigur Íslands staðreynd gegn Póllandi.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Pólverjar fengu þó fyrsta færið og varði Fanney Inga Birkisdóttir fyrst frábærlega og svo fót boltinn í þverslána.

„Þær fengu sín færi en ég vissi að við myndum fá okkar færi líka. Þetta snerist um að koma boltanum í netið og við gerðum það. Það er virkilega gott að hafa Fanney í markinu."

„Það var geðveikt (að spila fyrir framan uppselda stúku. Það er alltaf gott að spila á heimavelli, frábært að fólk sjái sér fært að mæta á völlinn. Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli."


Sædís notaði orðið rússíbani til að lýsa síðustu dögum sínum fyrir leikinn. Hún var valin í landsliðshópinn, svo var búið að kalla inn leikmann inn í hennar stað vegna meiðsla, en svo kom í ljós að hún gat spilað eftir allt saman og kom aftur inn í hópinn fyrir æfinguna í gær.

„Þetta hefur verið virkilega skrítið. MRI niðurstaðan tók of langan tíma, eftir ómskoðun er lesið vitlaust úr myndunum eða haldið að þetta væri eitthvað annað en þetta var síðan. Ég fékk að fara í myndatöku á Íslandi, fékk að fara í hana fyrr en hefði ég fengið úti. Það kom annað út úr þeirri myndatöku og ég er virkilega sátt og niðurstöðurnar voru betri en ég þorði að vona. Það var högg í andlitið að fá fyrst þær fréttir að ég gæti ekki tekið þátt. Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun. Ég fagnaði því."

„Við erum með virkilega gott læknateymi og sjúkraþjálfara sem fengu myndirnar. Þær sögðu mér niðurstöðurnar. Út frá því frétti teymið það og komist að þeirri niðurstöðu að ég kæmi aftur inn í hópinn."

„Mér fannst ég fljót að koma mér inn í planið, þetta var frekar einfalt. Verst var að maður tók ekki með sér takkaskóna og legghlífarnar en það var bara farið inn í bílskúr og fundið einhverja gamla takkaskó sem ég átti frá síðasta sumri og Bergúlfur reddaði mér legghlífum."

„Það kom mér alveg á óvart að byrja leikinn fyrst ég náði bara æfingu daginn fyrir leik. Ég er virkilega þakklát fyrir traustið,"
sagði Sædís. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Athugasemdir
banner
banner