Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
banner
   mið 08. júlí 2020 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum alveg átt betri daga á heimavelli en komum okkur samt sem áður í fína stöðu," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 2-2 jafntefli við HK í Pepsi Max-deildinni.

„Eftir að við komumst í forystu þá hefði ég nú viljað sigla þessu heim. En því miður þarf maður enn og aftur að vera tala um ákvarðanir dómara, ekki einu sinni dómara leiksins heldur aðstoðardómara sem er einhverja 50 metra frá atvikinu. Það er hann sem dæmir þetta víti."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 HK

„Mér finnst pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur. Þetta er endalaust hendi víti - ekki hendi. Hendin er niður með síðu hjá varnarmanninum okkar sem fær boltann kannski í höndina, ég gat ekki séð það nógu vel. Ég sá alla vega að hendurnar voru niðri með síðu og þá er þetta ekkert hendi."

„Við stóðum okkur ekki alveg nógu vel, en pirrandi samt að tapa niður þessum leik á svona víti," sagði Jói Kalli.

ÍA vann 4-1 sigur á Val á útivelli síðasta föstudagskvöld. ÍA sýndi ekki alveg jafn góða frammistöðu í kvöld.

„HK-ingarnir lokuðu á okkar uppspil að stóru leyti, þeir lokuðu svæðunum vel á milli varnar og miðju. Við komumst oft í þessi svæði en þá var fyrsta snertingin að svíkja okkur. Við sköpuðum alveg færi til að vinna þennan leik en því miður heppnaðist það ekki."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir