Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Tekur við eftir að allir leikmennirnir neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
   mið 08. júlí 2020 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum alveg átt betri daga á heimavelli en komum okkur samt sem áður í fína stöðu," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 2-2 jafntefli við HK í Pepsi Max-deildinni.

„Eftir að við komumst í forystu þá hefði ég nú viljað sigla þessu heim. En því miður þarf maður enn og aftur að vera tala um ákvarðanir dómara, ekki einu sinni dómara leiksins heldur aðstoðardómara sem er einhverja 50 metra frá atvikinu. Það er hann sem dæmir þetta víti."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 HK

„Mér finnst pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur. Þetta er endalaust hendi víti - ekki hendi. Hendin er niður með síðu hjá varnarmanninum okkar sem fær boltann kannski í höndina, ég gat ekki séð það nógu vel. Ég sá alla vega að hendurnar voru niðri með síðu og þá er þetta ekkert hendi."

„Við stóðum okkur ekki alveg nógu vel, en pirrandi samt að tapa niður þessum leik á svona víti," sagði Jói Kalli.

ÍA vann 4-1 sigur á Val á útivelli síðasta föstudagskvöld. ÍA sýndi ekki alveg jafn góða frammistöðu í kvöld.

„HK-ingarnir lokuðu á okkar uppspil að stóru leyti, þeir lokuðu svæðunum vel á milli varnar og miðju. Við komumst oft í þessi svæði en þá var fyrsta snertingin að svíkja okkur. Við sköpuðum alveg færi til að vinna þennan leik en því miður heppnaðist það ekki."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner