Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markiðið að halda sér uppi.
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
banner
   mið 08. júlí 2020 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum alveg átt betri daga á heimavelli en komum okkur samt sem áður í fína stöðu," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 2-2 jafntefli við HK í Pepsi Max-deildinni.

„Eftir að við komumst í forystu þá hefði ég nú viljað sigla þessu heim. En því miður þarf maður enn og aftur að vera tala um ákvarðanir dómara, ekki einu sinni dómara leiksins heldur aðstoðardómara sem er einhverja 50 metra frá atvikinu. Það er hann sem dæmir þetta víti."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 HK

„Mér finnst pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur. Þetta er endalaust hendi víti - ekki hendi. Hendin er niður með síðu hjá varnarmanninum okkar sem fær boltann kannski í höndina, ég gat ekki séð það nógu vel. Ég sá alla vega að hendurnar voru niðri með síðu og þá er þetta ekkert hendi."

„Við stóðum okkur ekki alveg nógu vel, en pirrandi samt að tapa niður þessum leik á svona víti," sagði Jói Kalli.

ÍA vann 4-1 sigur á Val á útivelli síðasta föstudagskvöld. ÍA sýndi ekki alveg jafn góða frammistöðu í kvöld.

„HK-ingarnir lokuðu á okkar uppspil að stóru leyti, þeir lokuðu svæðunum vel á milli varnar og miðju. Við komumst oft í þessi svæði en þá var fyrsta snertingin að svíkja okkur. Við sköpuðum alveg færi til að vinna þennan leik en því miður heppnaðist það ekki."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner