Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 08. júlí 2020 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum alveg átt betri daga á heimavelli en komum okkur samt sem áður í fína stöðu," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 2-2 jafntefli við HK í Pepsi Max-deildinni.

„Eftir að við komumst í forystu þá hefði ég nú viljað sigla þessu heim. En því miður þarf maður enn og aftur að vera tala um ákvarðanir dómara, ekki einu sinni dómara leiksins heldur aðstoðardómara sem er einhverja 50 metra frá atvikinu. Það er hann sem dæmir þetta víti."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 HK

„Mér finnst pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur. Þetta er endalaust hendi víti - ekki hendi. Hendin er niður með síðu hjá varnarmanninum okkar sem fær boltann kannski í höndina, ég gat ekki séð það nógu vel. Ég sá alla vega að hendurnar voru niðri með síðu og þá er þetta ekkert hendi."

„Við stóðum okkur ekki alveg nógu vel, en pirrandi samt að tapa niður þessum leik á svona víti," sagði Jói Kalli.

ÍA vann 4-1 sigur á Val á útivelli síðasta föstudagskvöld. ÍA sýndi ekki alveg jafn góða frammistöðu í kvöld.

„HK-ingarnir lokuðu á okkar uppspil að stóru leyti, þeir lokuðu svæðunum vel á milli varnar og miðju. Við komumst oft í þessi svæði en þá var fyrsta snertingin að svíkja okkur. Við sköpuðum alveg færi til að vinna þennan leik en því miður heppnaðist það ekki."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner