Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska félagsins Twente en hann er keyptur frá Ajax þar sem hann var í rúm fimm ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning við Twente.
Hann var á láni hjá Sparta Rotterdam seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa verið í meiðslum og litlu hlutverki fyrri hluta tímabilsins hjá Ajax. Hann lék vel hjá Spörtu en kom svo til baka Ajax og var þá ekki inn í myndinni. Hann var settur til hliðar, bannað að æfa með aðalliðinu og er núna rúmri viku seinna kominn í nýtt félag. Hjá Ajax skoraði Kristian tíu mörk í 45 leikum.
Kristian, sem er 21 árs, er mættur til Austurríkis þar sem Twente undirbýr sig fyrir komandi tímabil.
„Ég hlakka til að kynnast leikmönnum og starfsfólkinu á næstu dögum. Ég sé þessi félagaskipti sem mjög gott skref fyrir mig. Twente er stórt félag og hefur frábæra stuðningsmenn. Ég vil sýna mig hér. Fyrir mig var mikilvægt að ganga til liðs við nýtt félag snemma í sumar til að geta tekið þátt í undirbúningi fyrir tímabilið eins vel og mögulegt er," segir Kristian í tilkynningu félagsins.
„Kristian er kraftmikill sóknarmiðjumaður sem hefur sýnt að hann hefur hæfileika til að skora mörk. Hann er leikmaður með frábært hugarfar. Við erum fullviss um að hann geti orðið afgerandi leikmaður hjá FC Twente," segir Jan Strauer hjá Twente.
Ajax endaði í 2. sæti hollensku deildarinnar í fyrra, Twente endaði í 6. sæti og Sparta endaði í 12. sæti. Twente fór í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á liðinni leiktíð en missti af Evrópusæti fyrir komandi leiktíð.
Hann var á láni hjá Sparta Rotterdam seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa verið í meiðslum og litlu hlutverki fyrri hluta tímabilsins hjá Ajax. Hann lék vel hjá Spörtu en kom svo til baka Ajax og var þá ekki inn í myndinni. Hann var settur til hliðar, bannað að æfa með aðalliðinu og er núna rúmri viku seinna kominn í nýtt félag. Hjá Ajax skoraði Kristian tíu mörk í 45 leikum.
Kristian, sem er 21 árs, er mættur til Austurríkis þar sem Twente undirbýr sig fyrir komandi tímabil.
„Ég hlakka til að kynnast leikmönnum og starfsfólkinu á næstu dögum. Ég sé þessi félagaskipti sem mjög gott skref fyrir mig. Twente er stórt félag og hefur frábæra stuðningsmenn. Ég vil sýna mig hér. Fyrir mig var mikilvægt að ganga til liðs við nýtt félag snemma í sumar til að geta tekið þátt í undirbúningi fyrir tímabilið eins vel og mögulegt er," segir Kristian í tilkynningu félagsins.
„Kristian er kraftmikill sóknarmiðjumaður sem hefur sýnt að hann hefur hæfileika til að skora mörk. Hann er leikmaður með frábært hugarfar. Við erum fullviss um að hann geti orðið afgerandi leikmaður hjá FC Twente," segir Jan Strauer hjá Twente.
Ajax endaði í 2. sæti hollensku deildarinnar í fyrra, Twente endaði í 6. sæti og Sparta endaði í 12. sæti. Twente fór í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á liðinni leiktíð en missti af Evrópusæti fyrir komandi leiktíð.
Athugasemdir