þri 08. október 2019 20:03
Elvar Geir Magnússon
Halldór fylgir Óskari til Breiðabliks (Staðfest)
Óskar og Halldór stýrðu Gróttu upp í efstu deild.
Óskar og Halldór stýrðu Gróttu upp í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason verður aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Breiðabliki. Kópavogsfélagið hefur staðfest þetta.

Fótbolti.net sagði frá því í síðasta mánuði að Óskar yrði ráðinn þjálfari Blika og það var síðan staðfest á laugardaginn.

Saman náðu þeir mögnuðum árangri með Gróttu.

Fróðlegt verður að sjá hver mun stýra Gróttu í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili en félagið var í viðræðum við Halldór um að taka við eftir að Óskar fór í Kópavoginn.

Af blikar.is:
Halldór Árnason hefur skrifað undir samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Blikum. Halldór hefur verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafn Þorvaldssonar hjá Gróttu undanfarin tvö ár og flytur því sig um set innan UMSK samstarfsins eins og Óskar.

Halldór sem er með UEFA A gráðu í knattspyrnuþjálfun var einnig yfirþjálfari yngri flokka hjá Seltjarnarnesliðinu undanfarin ár.

Þeir Óskar Hrafn og Halldór hafa náð mjög góðum árangri með Gróttuliðið og komu þeim meðal annars upp úr 2. deild í þá efstu á aðeins tveimur árum. Það verður því spennandi að fylgjast með þeim félögum á nýjum vígstöðvum.

Blikar bjóða Halldór velkominn í Kópavogi og vonast til að þeir félagar haldi áfram á sigurbraut með Blikaliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner