Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 09. júní 2023 12:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Jói Berg: Er eitthvað skemmtilegra?
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Léttir á æfingu.
Léttir á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta eru mínir bestu vinir og það er alltaf gaman að hitta þá og hlæja'
'Þetta eru mínir bestu vinir og það er alltaf gaman að hitta þá og hlæja'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gríðarlega jákvætt tímabil, að fara beint upp í ensku úrvalsdeildina," sagði Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann spjallaði við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.

Jóhann Berg og liðsfélagar hans í Burnley fóru beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir fall, en liðið átti frábært tímabil í Championship-deildinni.

„Þetta var frábært tímabil. Það var mikil óvissa í byrjun þar sem það voru margir leikmenn sem fóru og margir sem komu. Þetta gekk vonum framar og að vera komnir aftur upp í þessa deild er mikið afrek."

„Við vorum aðeins að hökta í byrjun og vorum að missa leiki niður í jafntefli og eitthvað svoleiðis. Svo klikkaði þetta allt saman og við rúlluðum þokkalega auðveldlega yfir þessa deild. Allir í kringum félagið og leikmennirnir eiga hrós skilið."

Jóhann Berg skrifaði undir nýjan samning við Burnley og verður áfram hjá félaginu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann er búinn að vera hjá félaginu síðan 2016.

„Þegar Kompany kemur inn og hann vill halda mér, þá var aldrei spurning að ég yrði áfram í Burnley."

Þetta eru mínir bestu vinir
Jóhann Berg er orðinn meiri miðjumaður en kantmaður og er hann aðallega að spila inn á miðsvæðinu hjá Burnley. Búast má við honum inn á miðsvæðinu hjá íslenska landsliðinu í komandi verkefni þar sem liðið spilar gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Hann segir gaman að koma til móts við liðið.

„Það er alltaf gaman að hitta strákana og það eru skemmtilegir tímar framundan. Það er kominn nýr þjálfari og vonandi getum við búið aftur til þá stemningu sem var í kringum liðið á árum áður. Það er það sem við þurfum. Við þurfum að búa til vígi hérna þannig að það sé erfitt fyrir hin liðin að koma hingað. Þessi völlur kom okkur á þessi stórmót í gamla daga," sagði Jói en það hefur verið létt yfir mönnum á fyrstu æfingunum í sumar. Sérstaklega var létt með honum og Alfreð Finnbogasyni og Aroni Einari Gunnarssyni, en þeir hafa verið lengi í liðinu saman.

„Þetta eru mínir bestu vinir og það er alltaf gaman að hitta þá og hlæja. Svo erum við líka með unga sem eru að koma ferskir inn. Þeir eru komnir með góða reynslu núna og það verður gaman að sjá þá hjálpa okkur gömlu körlunum."

Ísland mætir Slóvakíu 17. júní, á þjóðhátíðardaginn. „Það eru nokkrir miðar og við verðum að koma þeim út. Við þurfum fullan Laugardalsvöll og þurfum alvöru stemningu. Er eitthvað skemmtilegra en að koma og horfa á íslenska landsliðið? Ég held nú ekki. Ég vona innilega að það verði alvöru stemning. Ef við náum í þrjú stig úr þeim leik, þá er allt hægt."

Hvað erum við að fara að taka mörg stig úr þessum glugga?

„Bara eins mörg og hægt er. Fjögur væri frábært og sex væri enn betra. Við byrjum á fyrsta leik og reynum að ná í þrjú stig þar," sagði þessi reynslumikli og öflugi leikmaður."
Athugasemdir
banner