Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 09. júlí 2019 22:33
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Berglind Hrund: Þetta er bara fokking pirrandi
Kvenaboltinn
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fokking pirrandi." voru fyrstu viðbrögð Berglindar Hrundar markvarðar Stjörnunnar eftir 1-0 tap gegn KR þar sem sigurmark KR kom á 90. mínútu leiksins.

„Mjög jafn leikur sem gat dottið með hverjum sem er. Að fá á okkur svona skítamark í lokin finnst mér bara mjög pirrandi. Alveg mjög gaman að spila þennan leik en mjög pirrandi að tapa honum." sagði Berglind svekkt að leikslokum.

Berglind Hrund var að spila sinn fyrsta leik í sumar en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

„Ég er bara alltaf meidd. En ég er bara búin að vera hægt og rólega að koma til baka. Birta er búin að vera að standa sig vel og fínt að vera ekki í neinu stressi að spila leiki meidd, þetta er bara alvöru samkeppni núna." sagði Berglind

Berglind segir tilfinninguna að koma aftur inn á völlin vera geggjaða. „Ég er búin að spila held ég tvo leiki á þessu ári þannig ég var mjög spennt í dag. Það voru allir að spyrja mig í vinnunni af hverju ég væri svona róleg og ég sagði engum að ég væri að fara að spila í dag. Nema mömmu minni." 



Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur Stjörnunnar virðist vera að smella betur saman í síðustu tveimur leikjum, eftir að hafa fengið nokkuð mörg mörk á sig í 2-3 leikjum í röð á undan því. Anna María og Berglind eru báðar að koma til baka úr meiðslum og virðast koma með aukið öryggi í vörnina.

„Við erum búnar að vera að spila fleiri og fleiri leiki saman. Þetta er náttúrlega alveg nýtt lið. Með hverjum leiknum finnst mér við bæta bæði spil og varnarfærslur. Jú, jú það alveg bætir alveg að ég og Anna, þessi kjarni sem hefur verið í vörninni." sagði Berglind

Leikurinn í kvöld var sá fimmti í röð sem Stjarnan nær ekki að skora mark, en síðasta deildarmark þeirra kom 22. maí. Berglind telur það ekki vera áhyggjuefni.

„Er ekki bara smá markaþurrð. Þetta kemur í næsta leik, þá verður einhver markaveisla." sagði Berglind létt í bragði.
Athugasemdir
banner