Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   þri 09. júlí 2019 22:33
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Berglind Hrund: Þetta er bara fokking pirrandi
Kvenaboltinn
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fokking pirrandi." voru fyrstu viðbrögð Berglindar Hrundar markvarðar Stjörnunnar eftir 1-0 tap gegn KR þar sem sigurmark KR kom á 90. mínútu leiksins.

„Mjög jafn leikur sem gat dottið með hverjum sem er. Að fá á okkur svona skítamark í lokin finnst mér bara mjög pirrandi. Alveg mjög gaman að spila þennan leik en mjög pirrandi að tapa honum." sagði Berglind svekkt að leikslokum.

Berglind Hrund var að spila sinn fyrsta leik í sumar en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

„Ég er bara alltaf meidd. En ég er bara búin að vera hægt og rólega að koma til baka. Birta er búin að vera að standa sig vel og fínt að vera ekki í neinu stressi að spila leiki meidd, þetta er bara alvöru samkeppni núna." sagði Berglind

Berglind segir tilfinninguna að koma aftur inn á völlin vera geggjaða. „Ég er búin að spila held ég tvo leiki á þessu ári þannig ég var mjög spennt í dag. Það voru allir að spyrja mig í vinnunni af hverju ég væri svona róleg og ég sagði engum að ég væri að fara að spila í dag. Nema mömmu minni." 



Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur Stjörnunnar virðist vera að smella betur saman í síðustu tveimur leikjum, eftir að hafa fengið nokkuð mörg mörk á sig í 2-3 leikjum í röð á undan því. Anna María og Berglind eru báðar að koma til baka úr meiðslum og virðast koma með aukið öryggi í vörnina.

„Við erum búnar að vera að spila fleiri og fleiri leiki saman. Þetta er náttúrlega alveg nýtt lið. Með hverjum leiknum finnst mér við bæta bæði spil og varnarfærslur. Jú, jú það alveg bætir alveg að ég og Anna, þessi kjarni sem hefur verið í vörninni." sagði Berglind

Leikurinn í kvöld var sá fimmti í röð sem Stjarnan nær ekki að skora mark, en síðasta deildarmark þeirra kom 22. maí. Berglind telur það ekki vera áhyggjuefni.

„Er ekki bara smá markaþurrð. Þetta kemur í næsta leik, þá verður einhver markaveisla." sagði Berglind létt í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner