Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 09. júlí 2024 09:35
Elvar Geir Magnússon
Arsenal og Man Utd berjast um Guehi - Chilwell orðaður við United
Powerade
Marc Guehi miðvörður enska landsliðsins.
Marc Guehi miðvörður enska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ben Chilwell er óvænt orðaður við Man Utd.
Ben Chilwell er óvænt orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Riccardo Calafiori.
Riccardo Calafiori.
Mynd: Getty Images
Undanúrslitaleikur Spánar og Frakklands á Evrópumótinu verður á dagskrá í kvöld. Hér er hinsvegar slúðurpakki dagsins þar sem víða er komið við.

Arsenal og Manchester United eru tilbúin að berjast um enska landsliðsvarnarmanninn Marc Guehi (23) sem ætlar að hafna nýju samningstilboði Crystal Palace. (Sun)

Búist er við að Manchester United muni virkja 34 milljóna punda riftunarákvæði hollenska framherjans Joshua Zirkzee (23) hjá Bologna. (Mail)

United er að íhuga hvort félagið eigi að nota ákvæðið eða semja við Bologna um hærra gjald sem yrði greitt í nokkrum hlutum. (Guardian)

Mason Greenwood (22) hyggst ganga til liðs við Marseille sem er í viðræðum við Manchester United um kaup á framherjanum. (Mirror)

Manchester United hefur áhuga á að fá Ben Chilwell (27) vinstri bakvörð Chelsea. (Mail)

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að félagið sé í aðstöðu til að kaupa spænska kantmanninn Nico William (21) sem er með 49 milljóna punda uppsagnarákvæði í samningi sínum við Athletic Bilbao. (Catalunya Radio)

Arsenal vonast til að ganga frá kaupum á ítalska miðverðinum Riccardo Calafiori (22) í þessari viku eftir frekari viðræður við Bologna. (Guardian)

Ipswich telur sig vera að fá enska kantmanninn Jaden Philogene (22) og enska varnarmanninn Jacob Greaves (23) frá Hull City fyrir um 35 milljónir punda. (Talksport)

Everton vill einnig fá Philogene og þá hefur Crystal Palace sýnt honum áhuga. (Teamtalk)

Tottenham vill fá enska miðjumanninn Jacob Ramsey (23) frá Aston Villa og kannar möguleika á að seljea Giovani lo Celso (28) í skiptum. (Sky Sports)

Belgíska félagið Beerschot ætlar að kaupa skoska miðjumanninn Ewan Henderson (24) frá Hibernian og enska kantmanninn D'Margio Wright-Phillips (22) sem er nýfarinn frá Stoke. (Nieuwsblad)

Stuttgart ætlar að gera nýtt tilboð í þýska framherjann Denis Undav (27) hjá Brighton. (Bild)

Tottenham Hotspur er fullvisst um að halda enska kantmanninum Mikey Moore (16) þrátt fyrir áhuga frá Paris St-Germain og Real Madrid. (HITC)

Luton er á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Ngal'ayel Mukau (19) miðjumanni Mechelen sem er gjaldgengur fyrir landslið Belgíu og Kongó. (HLN)

Búist er við að Leeds United selji hollenska kantmanninn Crysencio Summerville (22), franska framherjann Georginio Rutter (22) og ítalska framherjann Wilfried Gnonto (20) í sumar. (Football Insider)

Bayern München þarf að selja leikmenn áður en félagið getur keypt fleiri. Franski kantmaðurinn Kingsley Coman (28), hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt (24), þýsku miðumennirnir Leon Goretzka (29), Joshua Kimmich (29), og Serge Gnabry (28) og kanadíski landsliðsmaðurinn Alphonso Davies (23) eru meðal þeirra sem mögulega verða seldir. (Kicker)

Jean-Clair Todibo (24) varnarmaður Nice og Frakklands vill ganga til liðs við Juventus. Manchester United reyndi að fá hann en ekkert varð úr þeim skiptum. (Gazzetta dello Sport)

Sevilla hefur áhuga á að fá spænska miðjumanninn Saul Niguez (29) frá Atletico Madrid. (SER)

Fyrrum fyrirliði Wolves, Danny Batth (33), er kominn aftur til félagsins og æfir enski varnarmaðurinn með U21 liðinu eftir að hafa yfirgefið Norwich. (Express & Star)
Athugasemdir
banner
banner