Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 09. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Spánn spilar við Frakkland
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Undanúrslit Evrópumótsins fara af stað í kvöld þegar tvær sigursælar stórþjóðir mætast í hörkuslag.

Spánverjar spilar þar við Frakka á Allianz Arena, heimavelli FC Bayern, í München og verður Slóveninn Slavko Vincic á dómaraflautunni.

Spánn hefur spilað afar sannfærandi mót hingað til og leikið skemmtilegan sóknarbolta, á meðan Frakkar hafa einbeitt sér meira að traustum varnarleik þar sem þeir geta reitt sig á mögnuð einstaklingsgæði til að skila inn mikilvægum mörkum í sóknarleiknum.

Varnarmennirnir Dani Carvajal og Robin Le Normand verða ekki með Spánverjum í kvöld vegna leikbanns og þá er Pedri meiddur á hné.

Frakkar eru meiðslalausir og hafa ekki fengið nema eitt mark á sig allt mótið.

Spánn lagði Georgíu og Þýskaland að velli í útsláttarkeppninni á meðan Frakkar hafa þurft að fara í gegnum Belgíu og Portúgal á leið sinni í undanúrslitin.

EM er sýnt í beinni útsendingu á RÚV.

Leikur kvöldsins:
19:00 Spánn - Frakkland
Athugasemdir
banner
banner
banner