Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
HM: PSG rúllaði yfir Real Madrid í kveðjuleik Modric
Mynd: EPA
Mynd: EPA
PSG 4 - 0 Real Madrid
1-0 Fabian Ruiz ('6 )
2-0 Ousmane Dembele ('9 )
3-0 Fabian Ruiz ('24 )
4-0 Goncalo Ramos ('87 )

Evrópumeistarar Paris Saint-Germain mættu stórveldi Real Madrid í undanúrslitaleik HM félagsliða í kvöld og komust í tveggja marka forystu snemma leiks.

Ousmane Dembélé var í aðalhlutverki þar sem hann stal fyrst boltanum af Raúl Asencio innan vítateigs til að leggja upp opnunarmarkið fyrir Fabián Ruiz, áður en hann stal boltanum af Antonio Rüdiger til að skora sjálfur.

Madrídingar komust í góðar stöður í opnum fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta þær. Kylian Mbappé komst næst því að fá færi en tókst ekki. Frakklandsmeistararnir voru sterkari aðilinn og skoraði Ruiz þriðja markið á 24. mínútu, eftir skelfilega pressu frá Real.

PSG spilaði sig ótrúlega auðveldlega úr vörninni þar sem Jude Bellingham missti af Achraf Hakimi sem óð upp völlinn og gaf frábæra stoðsendingu á Ruiz, sem skoraði úr auðveldu færi.

Síðari hálfleikurinn var jafnari en Real tókst ekki að skapa sér góð færi til að minnka muninn. Þess í stað skoraði Goncalo Ramos fjórða mark PSG á lokamínútunum, þegar vörn Real Madrid var galopinn þar sem lærisveinar Xabi Alonso voru í örvæntingafullri leit að marki. Bradley Barcola átti frábæra stoðsendingu á Ramos en þeir komu báðir inn af bekknum hjá PSG.

Lokatölur 4-0 og er ljóst að PSG mætir Chelsea í úrslitaleik HM félagsliða.

Þetta var kveðjuleikur Luka Modric eftir þrettán ár í Madríd. Hann er að öllum líkindum á leið til AC Milan þrátt fyrir að eiga fertugsafmæli í september.
Athugasemdir
banner
banner