Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   lau 10. febrúar 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Þeim tókst ekki að stöðva Bruno
Newcastle United heimsótti Nottingham Forest í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hafði betur í fimm marka leik. Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes var besti maður vallarins og skoraði hann tvennu í sigrinum.

Þetta er dýrmætur sigur fyrir Evrópuvonir Newcastle, en liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur með 36 stig úr 24 leikjum.

„Þetta var mjög skemmtilegur leikur og við gerðum vel að sigra. Þetta var erfið viðureign og Bruno Guimaraes gerði gæfumuninn með mörkunum sínum. Hann var í réttum gír og þeim tókst ekki að stöðva hann," sagði Howe. „Við erum að spila einn leik í einu og markmiðið er alltaf að sigra. Sjálfstraustið er að koma til baka eftir tvo sigra í röð á útivelli.

„Við vorum sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en sýndum mikinn karakter til að vinna leikinn eftir erfiðan seinni hálfleik. Það hjálpaði að vera með sterkan bekk og að geta skipt inn gæðaleikmönnum í seinni hálfleik, við höfum ekki getað gert það síðustu mánuði vegna meiðslavandræða."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner