Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   þri 10. desember 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ættu að halda Postecoglou
Andros Townsend fyrrum leikmaður Tottenham telur að félagið eigi að halda Ange Postecoglou áfram í stjórastólnum.

Rætt hefur verið um stöðu Ástralans eftir slök úrslit en Tottenham er óvænt í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, með 20 stig eftir 15 umferðir.

„Allir þekkja hugmyndafræði Ange. Þegar Pep Guardiola tapar leik eða þegar Klopp tapaði var enginn að tala um stjóraskipti eða breytingu á leikkerfi. Ange var fenginn til að koma með sóknarbolta til Tottenham, eitthvað sem félagið var þekkt fyrir á sínum tíma en hafði fjarlægst," segir Townsend.

„Þeir eru ekki langt frá þessu. Chelsea var ekkert að yfirspila Tottenham. Tottenham hleypti Chelsea inn í leikinn. Þegar heildarmyndin er skoðuð tel ég að Tottenham sé á réttri leið og ættu að halda Ange."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir