Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 11. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Harðar spáir í 3. umferð Pepsi-deildarinnar
Haukur Harðarson.
Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Þriðja umferðin í Pepsi-deild karla hefst á morgun, laugardag og lýkur á mánudag.

Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, settist í spámannssætið og fór yfir leikina.



Grindavík 0 - 2 KR (14:00 á morgun)
Ég var mjög ánægður með framfarirnar sem mínir menn í KR sýndu á milli leikja. Þeir voru ragir fram á við gegn Val en það breyttist í síðasta leik og bakverðirnir komust inn í spilið. KR nær í þrjá erfiða punkta til Grindavíkur.

Breiðablik 3 - 1 Keflavík (16:00 á morgun)
Breiðablik er að mínu mati með besta byrjunarliðið í dag ef þú ekur það stöðu fyrir stöðu. Það líður allavega smá tími þar til Blikum fer að fatast flugið.

KA 1 - 0 ÍBV (16:00 á morgun)
Þetta verður engin smá barningur. Guðmann er að koma aftur inn. Ég held að Norðanmenn loki og haldi hreinu. Guðmann setur jafnvel winner.

Fjölnir 1 - 1 FH (17:00 á sunnudag)
Það er smá basl á FH-ingum. Það eru meiðsli í gangi og þeir eru ennþá að finna sitt sterkasta lið.

Valur 4 - 0 Fylkir (20:00 á sunnudag)
Valsarar verða svona ánægðir að komast aftur á gervigrasið að þeir verða í þvílíkum ham og strauja yfir nýliðana.

Stjarnan 1 - 1 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Það er lausagangur í vélinni hjá Stjörnunni. Stjarnan hefur eiginlega alltaf komið sterkari til leiks í Íslandsmótinu. Þetta verður áfram basl hjá Stjörnunni en Víkingar fá samt á sig fyrsta markið í sumar.

Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir