Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 11. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Harðar spáir í 3. umferð Pepsi-deildarinnar
Haukur Harðarson.
Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Haukur spáir Breiðabliki sigri.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Þriðja umferðin í Pepsi-deild karla hefst á morgun, laugardag og lýkur á mánudag.

Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, settist í spámannssætið og fór yfir leikina.



Grindavík 0 - 2 KR (14:00 á morgun)
Ég var mjög ánægður með framfarirnar sem mínir menn í KR sýndu á milli leikja. Þeir voru ragir fram á við gegn Val en það breyttist í síðasta leik og bakverðirnir komust inn í spilið. KR nær í þrjá erfiða punkta til Grindavíkur.

Breiðablik 3 - 1 Keflavík (16:00 á morgun)
Breiðablik er að mínu mati með besta byrjunarliðið í dag ef þú ekur það stöðu fyrir stöðu. Það líður allavega smá tími þar til Blikum fer að fatast flugið.

KA 1 - 0 ÍBV (16:00 á morgun)
Þetta verður engin smá barningur. Guðmann er að koma aftur inn. Ég held að Norðanmenn loki og haldi hreinu. Guðmann setur jafnvel winner.

Fjölnir 1 - 1 FH (17:00 á sunnudag)
Það er smá basl á FH-ingum. Það eru meiðsli í gangi og þeir eru ennþá að finna sitt sterkasta lið.

Valur 4 - 0 Fylkir (20:00 á sunnudag)
Valsarar verða svona ánægðir að komast aftur á gervigrasið að þeir verða í þvílíkum ham og strauja yfir nýliðana.

Stjarnan 1 - 1 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Það er lausagangur í vélinni hjá Stjörnunni. Stjarnan hefur eiginlega alltaf komið sterkari til leiks í Íslandsmótinu. Þetta verður áfram basl hjá Stjörnunni en Víkingar fá samt á sig fyrsta markið í sumar.

Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner