Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
banner
   þri 11. júní 2024 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var kannski ekki okkar besta en við vinnum og skorum fimm mörk. Það er það sem telur. Í lokin erum við bara sáttar," sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir 5-2 sigur Breiðabliks gegn Keflavík í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að við vorum í þriðja gír. Það gekk allt mjög hægt. Í lokin er þetta bara fínt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Katrín skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar í leiknum, en hún hefur verið að stíga upp úr meiðslum.

„Ég fékk alveg tækifæri til að bæta við en ég er sátt með tvö. Maður er alltaf að sækjast eftir þrennunni þegar það er tækifæri til en ég er bara sátt."

„Ég meiddist í mars á hnénu en ég hef verið að koma mér jafnt og þétt í gang. Núna finnst mér ég vera komin á góðan stað. Þetta tekur alltaf á og sérstaklega þegar við erum komin með svona stóran og góðan hóp. Það er rosalega mikil samkeppni og ég fagna því bara. Þetta er frábært lið. Stelpur ungar sem aldnar. Það eru 14 ár á milli mín og yngsta leikmannsins í hópnum. Þetta er frábær liðsheild og góður hópur."

Það er mikil samkeppni og sérstaklega fram á við. „Ég viðurkenni að ég er í fyrsta skipti á mínum ferli að upplifa svona mikla samkeppni. Ég fagna því bara, alveg frábært."

Breiðablik hefur unnið alla leiki sína hingað til í sumar en allt viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner