Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   þri 11. júní 2024 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Kvenaboltinn
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var kannski ekki okkar besta en við vinnum og skorum fimm mörk. Það er það sem telur. Í lokin erum við bara sáttar," sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir 5-2 sigur Breiðabliks gegn Keflavík í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að við vorum í þriðja gír. Það gekk allt mjög hægt. Í lokin er þetta bara fínt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Katrín skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar í leiknum, en hún hefur verið að stíga upp úr meiðslum.

„Ég fékk alveg tækifæri til að bæta við en ég er sátt með tvö. Maður er alltaf að sækjast eftir þrennunni þegar það er tækifæri til en ég er bara sátt."

„Ég meiddist í mars á hnénu en ég hef verið að koma mér jafnt og þétt í gang. Núna finnst mér ég vera komin á góðan stað. Þetta tekur alltaf á og sérstaklega þegar við erum komin með svona stóran og góðan hóp. Það er rosalega mikil samkeppni og ég fagna því bara. Þetta er frábært lið. Stelpur ungar sem aldnar. Það eru 14 ár á milli mín og yngsta leikmannsins í hópnum. Þetta er frábær liðsheild og góður hópur."

Það er mikil samkeppni og sérstaklega fram á við. „Ég viðurkenni að ég er í fyrsta skipti á mínum ferli að upplifa svona mikla samkeppni. Ég fagna því bara, alveg frábært."

Breiðablik hefur unnið alla leiki sína hingað til í sumar en allt viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner