Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 11. júlí 2019 23:02
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var eðlilega mjög fúll eftir jafntefli á heimavelli gegn Keflavík á Extra vellinum fyrr í kvöld.
Leikin var 11. umferð Inkasso deildarinnar á einu bretti í kvöld en eftir leiki kvöldsins halda Fjölnismenn toppsæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Keflavík

„Fyrst og fremst svekkelsi, gríðarlegt svekkelsi að tapa niður þessum sigri.'' Voru fyrstu viðbrögð Ása eftir leik.

Ási talaði einnig um að vera ósáttur með lokamínúturnar, afhverju er hann ósáttur með þær?

„Það fór eitthvað fíaskó í gang sem ég á erfitt með að skilja og ég tók nú aldrei þessu vant fund með dómaragenginu eftir leikinn, maður þarf kannski að læra reglurnar upp á nýtt og það hefur kannski eitthvað breyst í þessu. En það er alveg með ólíkindum að Keflvíkingar hafi verið með alla sína menn inná allan leikinn og er hreinlega ofar mínum skilningi. Þeir eru með leikmann sem átti að vera farinn útaf í fyrri hálfleik með ítrekuð brot, kominn með spjald og hélt áfram að brjóta, þeir eru með leikmann sem að tók hefnibrot og sparkaði niður mann aftanfrá og fékk ekkert tiltal fyrir það og þrumaði svo Inga mjög gróflega niður undir lokin og skrýtið að hann fékk bara gult fyrir það.''

„Því miður hefur dómaragengið lokaáhrif á leikinn og eins og okkur var bent á af dómaragenginu þá er það ókosturinn við að vera í neðri deildunum að vera bara sparkaður niður og ekkert sé gert í því.''

Hvað á Ási við með því að segja að dómari segji að gallinn við að vera í neðri deildunum réttlæti það að menn séu sparkaðir niður án þess að fá viðeigandi refsingu?

„Ég vill ekki fara nánar út í það en viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum eftir leikinn en þetta fáum við í hita leiksins og maður er mjög hugsi yfir því.''

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en hann ræðir meðal annars betur um leikinn, hvernig hann þróaðist, hvað fór úrskeiðis, dómarana og fíaskóið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner