Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 11. júlí 2019 23:02
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var eðlilega mjög fúll eftir jafntefli á heimavelli gegn Keflavík á Extra vellinum fyrr í kvöld.
Leikin var 11. umferð Inkasso deildarinnar á einu bretti í kvöld en eftir leiki kvöldsins halda Fjölnismenn toppsæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Keflavík

„Fyrst og fremst svekkelsi, gríðarlegt svekkelsi að tapa niður þessum sigri.'' Voru fyrstu viðbrögð Ása eftir leik.

Ási talaði einnig um að vera ósáttur með lokamínúturnar, afhverju er hann ósáttur með þær?

„Það fór eitthvað fíaskó í gang sem ég á erfitt með að skilja og ég tók nú aldrei þessu vant fund með dómaragenginu eftir leikinn, maður þarf kannski að læra reglurnar upp á nýtt og það hefur kannski eitthvað breyst í þessu. En það er alveg með ólíkindum að Keflvíkingar hafi verið með alla sína menn inná allan leikinn og er hreinlega ofar mínum skilningi. Þeir eru með leikmann sem átti að vera farinn útaf í fyrri hálfleik með ítrekuð brot, kominn með spjald og hélt áfram að brjóta, þeir eru með leikmann sem að tók hefnibrot og sparkaði niður mann aftanfrá og fékk ekkert tiltal fyrir það og þrumaði svo Inga mjög gróflega niður undir lokin og skrýtið að hann fékk bara gult fyrir það.''

„Því miður hefur dómaragengið lokaáhrif á leikinn og eins og okkur var bent á af dómaragenginu þá er það ókosturinn við að vera í neðri deildunum að vera bara sparkaður niður og ekkert sé gert í því.''

Hvað á Ási við með því að segja að dómari segji að gallinn við að vera í neðri deildunum réttlæti það að menn séu sparkaðir niður án þess að fá viðeigandi refsingu?

„Ég vill ekki fara nánar út í það en viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum eftir leikinn en þetta fáum við í hita leiksins og maður er mjög hugsi yfir því.''

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en hann ræðir meðal annars betur um leikinn, hvernig hann þróaðist, hvað fór úrskeiðis, dómarana og fíaskóið í lokin.
Athugasemdir