Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 11. júlí 2019 23:02
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var eðlilega mjög fúll eftir jafntefli á heimavelli gegn Keflavík á Extra vellinum fyrr í kvöld.
Leikin var 11. umferð Inkasso deildarinnar á einu bretti í kvöld en eftir leiki kvöldsins halda Fjölnismenn toppsæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Keflavík

„Fyrst og fremst svekkelsi, gríðarlegt svekkelsi að tapa niður þessum sigri.'' Voru fyrstu viðbrögð Ása eftir leik.

Ási talaði einnig um að vera ósáttur með lokamínúturnar, afhverju er hann ósáttur með þær?

„Það fór eitthvað fíaskó í gang sem ég á erfitt með að skilja og ég tók nú aldrei þessu vant fund með dómaragenginu eftir leikinn, maður þarf kannski að læra reglurnar upp á nýtt og það hefur kannski eitthvað breyst í þessu. En það er alveg með ólíkindum að Keflvíkingar hafi verið með alla sína menn inná allan leikinn og er hreinlega ofar mínum skilningi. Þeir eru með leikmann sem átti að vera farinn útaf í fyrri hálfleik með ítrekuð brot, kominn með spjald og hélt áfram að brjóta, þeir eru með leikmann sem að tók hefnibrot og sparkaði niður mann aftanfrá og fékk ekkert tiltal fyrir það og þrumaði svo Inga mjög gróflega niður undir lokin og skrýtið að hann fékk bara gult fyrir það.''

„Því miður hefur dómaragengið lokaáhrif á leikinn og eins og okkur var bent á af dómaragenginu þá er það ókosturinn við að vera í neðri deildunum að vera bara sparkaður niður og ekkert sé gert í því.''

Hvað á Ási við með því að segja að dómari segji að gallinn við að vera í neðri deildunum réttlæti það að menn séu sparkaðir niður án þess að fá viðeigandi refsingu?

„Ég vill ekki fara nánar út í það en viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum eftir leikinn en þetta fáum við í hita leiksins og maður er mjög hugsi yfir því.''

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en hann ræðir meðal annars betur um leikinn, hvernig hann þróaðist, hvað fór úrskeiðis, dómarana og fíaskóið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner