Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fim 11. júlí 2019 23:02
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var eðlilega mjög fúll eftir jafntefli á heimavelli gegn Keflavík á Extra vellinum fyrr í kvöld.
Leikin var 11. umferð Inkasso deildarinnar á einu bretti í kvöld en eftir leiki kvöldsins halda Fjölnismenn toppsæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Keflavík

„Fyrst og fremst svekkelsi, gríðarlegt svekkelsi að tapa niður þessum sigri.'' Voru fyrstu viðbrögð Ása eftir leik.

Ási talaði einnig um að vera ósáttur með lokamínúturnar, afhverju er hann ósáttur með þær?

„Það fór eitthvað fíaskó í gang sem ég á erfitt með að skilja og ég tók nú aldrei þessu vant fund með dómaragenginu eftir leikinn, maður þarf kannski að læra reglurnar upp á nýtt og það hefur kannski eitthvað breyst í þessu. En það er alveg með ólíkindum að Keflvíkingar hafi verið með alla sína menn inná allan leikinn og er hreinlega ofar mínum skilningi. Þeir eru með leikmann sem átti að vera farinn útaf í fyrri hálfleik með ítrekuð brot, kominn með spjald og hélt áfram að brjóta, þeir eru með leikmann sem að tók hefnibrot og sparkaði niður mann aftanfrá og fékk ekkert tiltal fyrir það og þrumaði svo Inga mjög gróflega niður undir lokin og skrýtið að hann fékk bara gult fyrir það.''

„Því miður hefur dómaragengið lokaáhrif á leikinn og eins og okkur var bent á af dómaragenginu þá er það ókosturinn við að vera í neðri deildunum að vera bara sparkaður niður og ekkert sé gert í því.''

Hvað á Ási við með því að segja að dómari segji að gallinn við að vera í neðri deildunum réttlæti það að menn séu sparkaðir niður án þess að fá viðeigandi refsingu?

„Ég vill ekki fara nánar út í það en viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum eftir leikinn en þetta fáum við í hita leiksins og maður er mjög hugsi yfir því.''

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en hann ræðir meðal annars betur um leikinn, hvernig hann þróaðist, hvað fór úrskeiðis, dómarana og fíaskóið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner