Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 11. júlí 2019 23:02
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var eðlilega mjög fúll eftir jafntefli á heimavelli gegn Keflavík á Extra vellinum fyrr í kvöld.
Leikin var 11. umferð Inkasso deildarinnar á einu bretti í kvöld en eftir leiki kvöldsins halda Fjölnismenn toppsæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Keflavík

„Fyrst og fremst svekkelsi, gríðarlegt svekkelsi að tapa niður þessum sigri.'' Voru fyrstu viðbrögð Ása eftir leik.

Ási talaði einnig um að vera ósáttur með lokamínúturnar, afhverju er hann ósáttur með þær?

„Það fór eitthvað fíaskó í gang sem ég á erfitt með að skilja og ég tók nú aldrei þessu vant fund með dómaragenginu eftir leikinn, maður þarf kannski að læra reglurnar upp á nýtt og það hefur kannski eitthvað breyst í þessu. En það er alveg með ólíkindum að Keflvíkingar hafi verið með alla sína menn inná allan leikinn og er hreinlega ofar mínum skilningi. Þeir eru með leikmann sem átti að vera farinn útaf í fyrri hálfleik með ítrekuð brot, kominn með spjald og hélt áfram að brjóta, þeir eru með leikmann sem að tók hefnibrot og sparkaði niður mann aftanfrá og fékk ekkert tiltal fyrir það og þrumaði svo Inga mjög gróflega niður undir lokin og skrýtið að hann fékk bara gult fyrir það.''

„Því miður hefur dómaragengið lokaáhrif á leikinn og eins og okkur var bent á af dómaragenginu þá er það ókosturinn við að vera í neðri deildunum að vera bara sparkaður niður og ekkert sé gert í því.''

Hvað á Ási við með því að segja að dómari segji að gallinn við að vera í neðri deildunum réttlæti það að menn séu sparkaðir niður án þess að fá viðeigandi refsingu?

„Ég vill ekki fara nánar út í það en viðkomandi aðili baðst afsökunar á þessum ummælum eftir leikinn en þetta fáum við í hita leiksins og maður er mjög hugsi yfir því.''

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en hann ræðir meðal annars betur um leikinn, hvernig hann þróaðist, hvað fór úrskeiðis, dómarana og fíaskóið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner