Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fim 11. júlí 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: IK Start 
Jóhannes Harðarson verður aðalþjálfari Start út leiktíðina
Mynd: IK Start
Í gær sendi Start frá sér tilkynningu þar sem tilkynnt var um að Jóhannes Harðarson myndi þjálfa liðið út leiktíðina.

Í apríl tók Jóhannes timabundið við aðalliðinu og mun nú þjálfa liðið út leiktíðina. Þrettán umferðir eru búnar af norsku 1. deildinni (OBOS-Ligaen) sem Start leikur í. Mótið er því tæplega hálfnað, alls eru 30 umferðir leiknar í deildinni.

Start situr í 6. sæti deildarinnar átta stigum frá 2. sæti sem gefur öruggt sæti í efstu deild.

Næsti leikur Start er gegn Ham-Kam á heimavelli eftir tæpar tvær vikur.
Athugasemdir
banner
banner