Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 15:45
Sölvi Haraldsson
Madueke á förum frá Chelsea eftir komu Neto?
Madueke gæti verið á förum frá Chelsea.
Madueke gæti verið á förum frá Chelsea.
Mynd: EPA

Fyrir skömmu síðan var Pedro Neto tilkynntur sem nýr leikmaður Chelsea fyrir framan stuðningsmennina á Stamford Bridge sem eru að horfa á æfingaleik Chelsea og Inter Milan. Chelsea hefur núna keypt 10 leikmenn í sumar en er að reyna að losa sig við leikmenn á sama tíma.


Noni Madueke er einn af þessum leikmönnum Chelsea sem gæti verið á förum frá félaginu. Pedro Neto spilar hans stöðu en bæði Madueke og Chelsea vilja að hann fari frá félaginu.

Newcastle hefur sýnt honum mikinn áhuga. Madueke kom til Chelsea í fyrra frá PSV á 29 milljónir punda en hefur ekki alveg fundið sig í Chelsea treyjunni en átti fínan lokakafla í deildinni á seinustu leiktíð.

Newcastle er í engri Evrópukeppni í ár eftir að hafa lent óvænt í fjórða sæti tímabilið 2022/2023. Newcastle voru neðstir í riðlinum sínum í Meistaradeildinni á seinustu leiktíð og endaði í 7. sæti í deildinni.

Anthony Gordon hefur verið orðaður við Liverpool en þá hefur Miguel Almiron verið orðaður við félög í Sádí Arabíu. Madueke er hugsanlegur arftaki þessara leikmanna í Newcastle liðinu.


Athugasemdir
banner