„Mjög sáttur með meirihluta leiksins og með sigurinn, þetta battt enda á slakt gengi og það er margt gott til að byggja ofan á." Segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 4-1 sigur á HK í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 5 - 1 HK
Valur gekk frá gestunum í seinni hálfleik eftir fyrri hálfleik sem var nokkuð kaflaskiptur.
„Við komum sterkir inn í leikinn og sköpuðum færi fyrir og eftir markið en eftir það spilum við gegn okkur sjálfum og leikurinn verður smá eins og borðtennisleikur og við fáum okkur mark sem refsingu fyrir það en Jónatan skorar í lok hálfleiksins til að gefa okkur ró í seinni hálfleiknum."
Þetta var annar leikur Túfa undir stjórnvölinn hjá Val en fyrsta leiknum lauk með 1-0 tapi gegn KA.
„Við sýndum fína kafla gegn KA en nýttum ekki færin til að taka leikinn í okkar hendur, ég sé skref fram á við á hverjum degi síðan ég tók við og leikurinn í dag er annað skref fram á við sem við þurfum bara að byggja ofan á."
Frederik Schram tók út leikbann í dag og þar að leiðandi fékk Ögmundur Kristinsson sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Val.
„Við eigum þrjá frábæra markmenn, það er gott að Ögmundur geti stigið svona vel inn þegar Frederik er í banni en ég mun tala um það bara á fimmtudaginn hver verður í markinu þá."
Samkvæmt Aftonbladet í Svíþjóð er Albin Skoglund, kantmaður Utsiktens í Svíþjóð, að ganga í raðir Vals á allra næstu dögum.
„Ég get ekki sagt neitt um ákveðin nöfn, við sem félög reynum alltaf að verða betri. Við höfum misst Guðmund Andra og Adam Ægi og erum að vinna hörðum höndum að því að styrkja liðið fyrir baráttuna sem framundan er."
Framundan er risastór leikur strax á fimmtudaginn en þá mæta Valsarar Blikum á heimavelli.
„Þetta er risaleikur, við erum keppnismenn og erum fullir tilhlökkunar að spila gegn frábæru liði eins og Blikum og munum nýta næstu daga í að undirbúa leikinn."
Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir