De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 11. ágúst 2024 22:42
Kjartan Leifur Sigurðsson
Túfa: Vinnum hörðum höndum að því að styrkja liðið
Túfa í leiknum í dag
Túfa í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur með meirihluta leiksins og með sigurinn, þetta battt enda á slakt gengi og það er margt gott til að byggja ofan á." Segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 4-1 sigur á HK í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

Valur gekk frá gestunum í seinni hálfleik eftir fyrri hálfleik sem var nokkuð kaflaskiptur.

„Við komum sterkir inn í leikinn og sköpuðum færi fyrir og eftir markið en eftir það spilum við gegn okkur sjálfum og leikurinn verður smá eins og borðtennisleikur og við fáum okkur mark sem refsingu fyrir það en Jónatan skorar í lok hálfleiksins til að gefa okkur ró í seinni hálfleiknum."

Þetta var annar leikur Túfa undir stjórnvölinn hjá Val en fyrsta leiknum lauk með 1-0 tapi gegn KA.

„Við sýndum fína kafla gegn KA en nýttum ekki færin til að taka leikinn í okkar hendur, ég sé skref fram á við á hverjum degi síðan ég tók við og leikurinn í dag er annað skref fram á við sem við þurfum bara að byggja ofan á."

Frederik Schram tók út leikbann í dag og þar að leiðandi fékk Ögmundur Kristinsson sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Val.

„Við eigum þrjá frábæra markmenn, það er gott að Ögmundur geti stigið svona vel inn þegar Frederik er í banni en ég mun tala um það bara á fimmtudaginn hver verður í markinu þá."

Samkvæmt Aftonbladet í Svíþjóð er Albin Skoglund, kantmaður Utsiktens í Svíþjóð, að ganga í raðir Vals á allra næstu dögum.

„Ég get ekki sagt neitt um ákveðin nöfn, við sem félög reynum alltaf að verða betri. Við höfum misst Guðmund Andra og Adam Ægi og erum að vinna hörðum höndum að því að styrkja liðið fyrir baráttuna sem framundan er."

Framundan er risastór leikur strax á fimmtudaginn en þá mæta Valsarar Blikum á heimavelli.

„Þetta er risaleikur, við erum keppnismenn og erum fullir tilhlökkunar að spila gegn frábæru liði eins og Blikum og munum nýta næstu daga í að undirbúa leikinn."

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner