Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 11. ágúst 2024 22:42
Kjartan Leifur Sigurðsson
Túfa: Vinnum hörðum höndum að því að styrkja liðið
Túfa í leiknum í dag
Túfa í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur með meirihluta leiksins og með sigurinn, þetta battt enda á slakt gengi og það er margt gott til að byggja ofan á." Segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 4-1 sigur á HK í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

Valur gekk frá gestunum í seinni hálfleik eftir fyrri hálfleik sem var nokkuð kaflaskiptur.

„Við komum sterkir inn í leikinn og sköpuðum færi fyrir og eftir markið en eftir það spilum við gegn okkur sjálfum og leikurinn verður smá eins og borðtennisleikur og við fáum okkur mark sem refsingu fyrir það en Jónatan skorar í lok hálfleiksins til að gefa okkur ró í seinni hálfleiknum."

Þetta var annar leikur Túfa undir stjórnvölinn hjá Val en fyrsta leiknum lauk með 1-0 tapi gegn KA.

„Við sýndum fína kafla gegn KA en nýttum ekki færin til að taka leikinn í okkar hendur, ég sé skref fram á við á hverjum degi síðan ég tók við og leikurinn í dag er annað skref fram á við sem við þurfum bara að byggja ofan á."

Frederik Schram tók út leikbann í dag og þar að leiðandi fékk Ögmundur Kristinsson sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Val.

„Við eigum þrjá frábæra markmenn, það er gott að Ögmundur geti stigið svona vel inn þegar Frederik er í banni en ég mun tala um það bara á fimmtudaginn hver verður í markinu þá."

Samkvæmt Aftonbladet í Svíþjóð er Albin Skoglund, kantmaður Utsiktens í Svíþjóð, að ganga í raðir Vals á allra næstu dögum.

„Ég get ekki sagt neitt um ákveðin nöfn, við sem félög reynum alltaf að verða betri. Við höfum misst Guðmund Andra og Adam Ægi og erum að vinna hörðum höndum að því að styrkja liðið fyrir baráttuna sem framundan er."

Framundan er risastór leikur strax á fimmtudaginn en þá mæta Valsarar Blikum á heimavelli.

„Þetta er risaleikur, við erum keppnismenn og erum fullir tilhlökkunar að spila gegn frábæru liði eins og Blikum og munum nýta næstu daga í að undirbúa leikinn."

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner