Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 11. október 2018 20:18
Atli Arason
Arnór Sig: Frítíminn fer í FIFA, Fortnite og að skoða mig um Moskvu
Erik Hamrén ekki búinn að hafa samband
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson var svekktur í leikslok eftir tap gegn Norður-Írlandi. Sigurmark þeirra grænklæddu kom á '89 mínútu.

„Tilfinningin er ekki góð. Svekkjandi tap eins og þú segir. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn til að horfa á. Boltinn var mikið útaf og hvorugt lið var almennilega að ná að halda boltanum. Við sýndum samt alveg gæði inn á milli og fengum bæði góð færi og hálf færi þannig að þetta hefði alveg getað dottið okkar meginn líka. Síðan er þetta kæruleysi í lokin."

Arnór er ekkert að stressa sig yfir því að vera ekki valin í A-landsliðs hópinn og hann er ekki að reyna að sýna sig sérstaklega fyrir Hamren og félögum.

„Ég var fyrst og fremst að reyna að einbeita mér að því að vinna þennan leik í dag, ég var ekkert að reyna að sýna mig fyrir einhverjum öðrum, bara að gera mitt besta og spila minn leik og síðan verður það bara að koma í ljós hvað gerist."

Aðspurður hvort hann væri kokhraustur fyrir því að verða valinn í næsta A landsliðshóp sagði Arnór „Það er í raun ekkert undir mér komið. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég er búinn að vera að gera og svo sjáum við bara til"

Hamren hefur ekki ennþá haft samband við Arnór að sögn Arnórs en það ætti nú ekki að líða að löngu þangað til Hamren hringir í hann miðað við frammistöður Arnórs að undanförnu.
Arnór spilar eins og flestir vita fyrir CSKA Moskvu í Rússlandi. Honum leiðist alls ekki lífið í höfuðborg Rússlands. „Mér líður mjög vel. Þetta er allt mjög flott, risastór klúbbur. Ég er búinn að vera mjög fljótur að komast inn í hlutina þarna. Farinn að æfa á fullu og farinn að fá að spila. Vonandi sem fyrst fær maður að fá aðeins stæra hlutverk þarna og spila leikina frá byrjun."

Arnór segir að hann sé kominn með einhver grunnorð í rússneskunni en er þó fjærri því að ná tökum á tungumálinu. Frítíminn hans í Rússlandi er misjafn.
„Bæði að spila Fifa og Fortnite og síðan er ég alveg búinn að skoða mig um þarna og það sem maður er búinn að sjá er mjög fallegt og ég held að mér eigi eftir að líða vel þarna"

Viðtalið við Arnór má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner