Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 11. október 2018 20:18
Atli Arason
Arnór Sig: Frítíminn fer í FIFA, Fortnite og að skoða mig um Moskvu
Erik Hamrén ekki búinn að hafa samband
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson var svekktur í leikslok eftir tap gegn Norður-Írlandi. Sigurmark þeirra grænklæddu kom á '89 mínútu.

„Tilfinningin er ekki góð. Svekkjandi tap eins og þú segir. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn til að horfa á. Boltinn var mikið útaf og hvorugt lið var almennilega að ná að halda boltanum. Við sýndum samt alveg gæði inn á milli og fengum bæði góð færi og hálf færi þannig að þetta hefði alveg getað dottið okkar meginn líka. Síðan er þetta kæruleysi í lokin."

Arnór er ekkert að stressa sig yfir því að vera ekki valin í A-landsliðs hópinn og hann er ekki að reyna að sýna sig sérstaklega fyrir Hamren og félögum.

„Ég var fyrst og fremst að reyna að einbeita mér að því að vinna þennan leik í dag, ég var ekkert að reyna að sýna mig fyrir einhverjum öðrum, bara að gera mitt besta og spila minn leik og síðan verður það bara að koma í ljós hvað gerist."

Aðspurður hvort hann væri kokhraustur fyrir því að verða valinn í næsta A landsliðshóp sagði Arnór „Það er í raun ekkert undir mér komið. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég er búinn að vera að gera og svo sjáum við bara til"

Hamren hefur ekki ennþá haft samband við Arnór að sögn Arnórs en það ætti nú ekki að líða að löngu þangað til Hamren hringir í hann miðað við frammistöður Arnórs að undanförnu.
Arnór spilar eins og flestir vita fyrir CSKA Moskvu í Rússlandi. Honum leiðist alls ekki lífið í höfuðborg Rússlands. „Mér líður mjög vel. Þetta er allt mjög flott, risastór klúbbur. Ég er búinn að vera mjög fljótur að komast inn í hlutina þarna. Farinn að æfa á fullu og farinn að fá að spila. Vonandi sem fyrst fær maður að fá aðeins stæra hlutverk þarna og spila leikina frá byrjun."

Arnór segir að hann sé kominn með einhver grunnorð í rússneskunni en er þó fjærri því að ná tökum á tungumálinu. Frítíminn hans í Rússlandi er misjafn.
„Bæði að spila Fifa og Fortnite og síðan er ég alveg búinn að skoða mig um þarna og það sem maður er búinn að sjá er mjög fallegt og ég held að mér eigi eftir að líða vel þarna"

Viðtalið við Arnór má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner