Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 11. október 2018 20:18
Atli Arason
Arnór Sig: Frítíminn fer í FIFA, Fortnite og að skoða mig um Moskvu
Erik Hamrén ekki búinn að hafa samband
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson var svekktur í leikslok eftir tap gegn Norður-Írlandi. Sigurmark þeirra grænklæddu kom á '89 mínútu.

„Tilfinningin er ekki góð. Svekkjandi tap eins og þú segir. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn til að horfa á. Boltinn var mikið útaf og hvorugt lið var almennilega að ná að halda boltanum. Við sýndum samt alveg gæði inn á milli og fengum bæði góð færi og hálf færi þannig að þetta hefði alveg getað dottið okkar meginn líka. Síðan er þetta kæruleysi í lokin."

Arnór er ekkert að stressa sig yfir því að vera ekki valin í A-landsliðs hópinn og hann er ekki að reyna að sýna sig sérstaklega fyrir Hamren og félögum.

„Ég var fyrst og fremst að reyna að einbeita mér að því að vinna þennan leik í dag, ég var ekkert að reyna að sýna mig fyrir einhverjum öðrum, bara að gera mitt besta og spila minn leik og síðan verður það bara að koma í ljós hvað gerist."

Aðspurður hvort hann væri kokhraustur fyrir því að verða valinn í næsta A landsliðshóp sagði Arnór „Það er í raun ekkert undir mér komið. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég er búinn að vera að gera og svo sjáum við bara til"

Hamren hefur ekki ennþá haft samband við Arnór að sögn Arnórs en það ætti nú ekki að líða að löngu þangað til Hamren hringir í hann miðað við frammistöður Arnórs að undanförnu.
Arnór spilar eins og flestir vita fyrir CSKA Moskvu í Rússlandi. Honum leiðist alls ekki lífið í höfuðborg Rússlands. „Mér líður mjög vel. Þetta er allt mjög flott, risastór klúbbur. Ég er búinn að vera mjög fljótur að komast inn í hlutina þarna. Farinn að æfa á fullu og farinn að fá að spila. Vonandi sem fyrst fær maður að fá aðeins stæra hlutverk þarna og spila leikina frá byrjun."

Arnór segir að hann sé kominn með einhver grunnorð í rússneskunni en er þó fjærri því að ná tökum á tungumálinu. Frítíminn hans í Rússlandi er misjafn.
„Bæði að spila Fifa og Fortnite og síðan er ég alveg búinn að skoða mig um þarna og það sem maður er búinn að sjá er mjög fallegt og ég held að mér eigi eftir að líða vel þarna"

Viðtalið við Arnór má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner