Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   lau 12. janúar 2019 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Gunnar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Jóhann Gunnar er stuðningsmaður Aston Villa.
Jóhann Gunnar er stuðningsmaður Aston Villa.
Mynd: Úr einkasafni
Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, var síðasti spámaður Fótbolta.net í leikina í enska boltanum en hann fékk þá sex rétta af 10 mögulegum.

í gær hóf Íslenska landsliðið í handbolta leik á HM og var því fyrrum handboltamaðurinn Jóhann Gunnar Einarsson fenginn til að spá í leiki helgarinnar í enska boltanum að þessu sinni. Jóhann Gunnar, sem er stuðningsmaður Aston Villa, er sérfræðingur í Seinni Bylgjunni, handboltaþætti Stöð 2 Sport.



West Ham 1 - 1 Arsenal (12:30 í dag)
Sem Aston-Villa stuðningsmaður sem er að ganga í gegnum dimman dal núna er ég alltaf með smá taugar til West-Ham vegna líkinda í búningum, elska líka sápukúlur. Arsenal að leka, gömul saga og ný. Byrjum þessa helgi á laufléttu jafntefli. Chichariidóóóóóó með markið.

Brighton 0 - 1 Liverpool (15:00 í dag)
Tippa mjög oft gegn Brighton en það klikkar eiginlega alltaf, seigir andskotar. Fyrsti sigur Liverpool á árinu kemur í hús en ekki verður það fallegt.

Burnley 2 - 0 Fulham (15:00 í dag)
Rosalegur leikur á botninum. Burnley hefur verið að skríða upp töfluna í síðustu leikjum og er það ekki mikið nafna Berg að þakka. Væri gaman að hann myndi skora sem hann gerir líklega. Fulham vann Villa í umspilsleiknum að komast upp og hafa nýtt það tækifæri illa, það gerir mig leiðan.

Cardiff 2 - 1 Huddersfield (15:00 í dag)
Cardiff hefur verið að vinna þessi lið í kringum sig og það verður engin breyting þar á. Huddersfield afskaplega daprir og keppa við Aston-Villa á næsta ári. Aron verður sprækur eftir góðan sigur hjá Arnóri bróður sínum á Króatíu deginum áður…Arnór mun þó líklega skora fleiri mörk.

Crystal Palace 1 - 0 Watford (15:00 í dag)
Oddur húsvörður í Réttarholtsskóla er mikill Palace maður. Hann er góður maður og því tippa ég á að þeir vinna. Fá víti, óvænt.

Leicester 4 - 0 Southampton (15:00 í dag)
Leicester góðir…Southampton ekki og það getur oft skipt sköpum í fótboltaleik. Eina góða sem hefur komið frá Southampton þetta tímabilið er viðtalið við C. Austin sem var remixað við Parklife. Það verður sýning á vellinum með rosalegasta nafnið…King Power.

Chelsea 1 - 0 Newcastle (17:30 í dag)
Rosalega leiðinlegir leikir hjá báðum liðum undanfarið og það verður engin breyting þar á. Kante heldur áfram að spila eins og það vanti T-ið í nafnið hans og skorar markið.

Everton 2 - 1 Bournemouth (14:15 á morgun)
Ég veit ekkert með þennan. Bournmouth er hætt að geta eitthvað í fótbolta og það hafa verið erfiðir tímar hjá Everton. Hef meiri trú á Everton þó. Vil ekki láta svipta mig ríkisborgararéttinum og spái því að Gylfi skori.

Tottenham 2 - 1 Man Utd (16:30 á morgun)
Jæja þá er komið að því. Heimsbyggðin er búin að bíða eftir þessum leik. Hversu góðir eru Man Utd orðnir í raun og veru ? Ekki nógu góðir til að vinna Tottenham því miður, en verða nálægt því. Alli með mark seint í leiknum. Verður samt létt yfir Pogba í lokin.

Man City 6 - 0 Wolves (20:00 á mánudag)
Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að þessi leikur fari svona.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner