Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mið 12. júní 2024 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Róbert Frosti Þorkelsson var hetja Stjörnumanna þegar þeir unnu dramatískan sigur á Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Það var gott að klára þetta. Þetta var erfiður leikur, erfitt gras. Andstæðingurinn var góður, þéttir og skipulagðir. Það var geðveikt að ná að klára þetta svona," sagði Róbert Frosti.

Liðinu tókst varla að brjóta sterkan varnarmúr Þórs í kvöld.

„Við ætluðum að fara í fleiri fyrirgjafir. Svo ætluðum við í löngu boltana en það gekk ekkert rosalega vel en það er allt í lagi," sagði Róbert Frosti.

Róbert skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.

„Þetta var kannski ekki fallegasta markið en mark skiptir máli. Örvar Eggerts kom með mjög lélega fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér og ég stend þarna einn og pota honum inn. Ég hélt ég hefði klúðrað færinu, hjartað mitt stoppaði en hann söng inni, það er það sem skiptir máli," sagði Róbert Frosti.


Athugasemdir
banner