Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   mið 12. júní 2024 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Róbert Frosti Þorkelsson var hetja Stjörnumanna þegar þeir unnu dramatískan sigur á Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Það var gott að klára þetta. Þetta var erfiður leikur, erfitt gras. Andstæðingurinn var góður, þéttir og skipulagðir. Það var geðveikt að ná að klára þetta svona," sagði Róbert Frosti.

Liðinu tókst varla að brjóta sterkan varnarmúr Þórs í kvöld.

„Við ætluðum að fara í fleiri fyrirgjafir. Svo ætluðum við í löngu boltana en það gekk ekkert rosalega vel en það er allt í lagi," sagði Róbert Frosti.

Róbert skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.

„Þetta var kannski ekki fallegasta markið en mark skiptir máli. Örvar Eggerts kom með mjög lélega fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér og ég stend þarna einn og pota honum inn. Ég hélt ég hefði klúðrað færinu, hjartað mitt stoppaði en hann söng inni, það er það sem skiptir máli," sagði Róbert Frosti.


Athugasemdir
banner
banner