Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 12. júlí 2019 22:38
Mist Rúnarsdóttir
Chante: Viljum vera í Pepsi Max
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður svo vel. Þetta small loksins hjá okkur og við náðum upp okkar leik. Við fylgdum plani, treystum hvorri annarri og spiluðum vel,“ sagði Chante Sandiford, fyrirliði Hauka, eftir sterkan 4-0 heimasigur á Grindavík.

Lestu um leikinn: Haukar 4 -  0 Grindavík

Haukaliðið hefur verið í basli í upphafi móts og tapað þremur síðustu leikjum. Chante sagði Haukakonur hafa verið staðráðnar að snúa hlutunum sér í hag og lagt hart að sér í undirbúningi leiksins.

„Síðustu úrslit voru vonbrigði og við höfum verið mjög einbeittar í æfingavikunni og lagt mikið á okkur. Við töluðum um að treysta hvorri annarri og okkur sjálfum og vera rólegar á boltanum. Spila eins og Haukaliðið getur. Ég er mjög ánægð með framkvæmdina hjá okkur í dag og afar stolt af stelpunum.“

„Markmiðið er að fá þrjú stig úr öllum leikjum. Við setjum markið hátt og ef við höldum áfram að spila svona þá getum við haldið áfram að vinna. Við viljum vera í Pepsi Max og ætlum að berjast um það. Það er nóg eftir ennþá,“
sagði markvörðurinn meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner